Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Qupperneq 99
99
ráða né unnið sér mikið til frægðar, og gieymzt því
fljótt. Adam frá Brimum hefir það eptir Sveini
Ulfssyni Danakonungi, að Hörða-Knútr hafi verið
Sveinsson. Sama segir einhver hinn elzti sagnarit-
ari Dana („Anonymus Roskildensis“), og annar (höf.
að „Brevior historia", Scr. r. Dan. I. 15—18) nefnir
„Svein langfót, son Loða-Knúts“, meðal Danakon-
unga á q. öld. þ>að er reyndar ómögulegt að full-
yrða, að eigi hafi getað verið sérstakir konungar á
Skáni og Sjálandi einhverntíma á fyrri hluta g. ald-
ar, þótt árbókahöfundar Frakka hafi ekki þekt þá
eða haft tilefni til að geta þeirra. En svo sem áðr
er á vikið, kallar Rimbert Hárek eldra einvalds-
konung í Danaveldi árið 845, og hefir þá hvorki
Hörða-Knútr né faðir hans haft ríki í Danmörku
um þær mundir. þ>að er nú ekkert tiltökumál, þótt
ýmislegt sé ónákvæmt hjá íslendingum um Hörða-
Knút og forfeðr hans1; hitt er meiri furða, að pat?
1) Höf. Ólafs sögu Tryggvasonar (sjá Fms. I. 110—
119), hefir reynt til að setja saman ágrip af sögu danskra
yfirkonunga og skattkonunga á 8. og 9. öld, eptir sinni
söguþekkingu, en sú tilraun sýnist ekki hafa tekizt heppi-
lega, enda hefir hún fengið harðan dóm hjá þeim,
sem fátt vilja færa til betri vegar fyrir íslenzkum sagna-
mönnum. En þótt sagan 1 61. kap. Ól. s. um viðskipti
Sigurðar hrings við enska konunga sé líklega að miklu
leyti sprottin af ímyndun höfundarins, og sum nöfn kon-
unganna auðsjáanlega sótt í ensk rit, þá hefir höf. eigi
að siðr getað stuðzt við ýmsar óglöggar sögulegar endr-
minningar (t. d. um eitthvert samband milli nafnanna
Hringr og Ingjaldr, sbr. Saxo 1. VII. p. 367, og Hrólfs
sögu Gautrekssonar, — og um einhvern danskan konung
á EDglandi, sem mist hafi ríki sitt og eignazt aptr ríki
í Danmörku, sjá P. E. Miiller : Not. uber. 276). En
hvernig sem litið er á þetta, eða hitt, að frásögn þessi
kemr als ekki hemr als ekki heim við það, sem stendr
6*