Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Qupperneq 100
100
skitli vera rétt liermt hjd jeim, en rangt hjá Sveini
Ákasyni, Saxa, og í flestum eða öllum dönsku kon-
ungatölunum, hver verið hafi faðir Gorms gamla,
Adam telr Gorm son Hörða-Knúts, eins og íslend-
ingar, og er það þvi talið sögulega víst, þótt ís-
lendingar fái ekki tilhlýðilega viðurkenningu fyrir
það. Hinsvegar sýnist flest lúta að því, að Hörða-
Knútr hafi ekki komið til sögunnar fyr en síga tók
á seinni hluta g. aldar, og verðr þannig mikil eyða
hjá sagnamönnum vorum í Danmerkrsögu um fyrri
(og jafnvel meiri) hluta aldarinnar, sem þeir hafa
reynt að fylla með því, að láta Gorm gamla sitja
afar-lengi að völdum. ÁrbækrFrakka geta ekkert
um það, hvenær Vestfold (Víkin) hafi gengið undan
Danakonungum, enda geta þær lítt Danakonunga
eptir 860, og hætta alveg að nefna þá eptir 873.
síðast í »Sögubroti af fornkonungum» um ríki Sigurðar
hrings á Englandi, þá sýnist höf. samt ekki hafa komið
með söguna um Olaf enska og niðja hans í þeim til-
gangi, að gjöra konungatal sitt trúanlegra, eins og Storm
segir (Kr. Bidr. I. 126), f því að það er engan veginn
líklegt, að 3 langfedgar (Olafr, Grímr, Auðúlfr) hafi verið
skattkonungar Bagnars, hver eptir annan, og aðrir 3
(Gormr barnlausi, þræla-Knútr, Gormr) tekið síðan hver
við af öðrum um daga (hans eða) sona hans. Eptir því
hefðu Ragnar og synir hans orðið að sitja ótrúlega lengi
að völdum (sbr. P. E. Hiiller : Not. uber. 277.). Samt
er engin ástæða til að halda, að það sé alt hégómi, sem
höf. *Ó1. s.» segir í þessum kafla af Danakonungum, þótt
honum hafi sumstaðar mishepnazt að samrýma þau
sundrlausu sagnabrot, sem frásögn hans virðist vera
bygð á. Steenstrup hefir tekið það skýrt fram, að sag-
an um fall Knúts Dana-ástar í vestrvíking, er stendr í
64. k. »Ó1. s.», komi að mestu heim við sögn Saxa, og sé
að öllum líkinduum sönn, og sýnir þetta, að höf. »Ó1. s.»
muni hafa haft fyrir sér fult svo áreiðanlegar sögur um
Danakonunga, sem höf. Jómsv., er segir alt öðruvísi frá
æfilokum Knúts.