Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Side 102
102
engar sögur um Danakonunga eptir samtíðarmenn,
og getr því vel verið, að um þær mundir hafi verið
í Danaveldi fleiri en einn konungr í einu, enda virð-
ist mega sjá vott til þess hjá Adami, er hann segir,
að Olafr Svíakonungr hafi unnið Danaveldi, ográð-
ið fyrir því með sonum sínum, og tveir þeirra (Gnúpr
og Gyrðr) tekið riki eptir hann. f>egar svona stendr
á, virðist eigi næg ástæða til að hafna algjörlega
þeim vitnisburði íslendinga, að Gormr gamli, sonr
Hörða-Knúts, hafi felt einhverja konunga á Jótlandi
(Gnúpu og Silfraskalla), og sameinað ríki þeirravið
ríki sitt á eyjunum, enda styðst þessi vitnisburðr að
nokkru leyti við þá sögn hjá Saxa, að Þyri Dan-
markarbót hafi heimtað Danmörk í morgungjöf
(„Daniam sub dotis nomine“, 1. IX. p. 469), af Gormi
gamla, og sömuleiðis við það, er „Anonymus Ros-
kildensis“ segir, að Gormr hafi flutt konungsað-
setrið til Sjálands („Gorm . . , sedem regni apud
Selandiam constituit"). Kenningarnafn Gorms „hinn
riki“ (Jómsv. Fms. XI. 3.) bendir og til þess, að
hann hafi verið voldugri en formenn hans, þótt Saxi
láti iítið af afreksverkum hans. J>ó að Danmörk
hafi verið einvaldsríki á fyrra hluta 9. aldar, gat
hún aptur verið deild í fleiri ríki seint á öldinni, líkt
og þegar Frakkaríki var ýmist að sundrast eða sam-
einast á dögum Mervíkinga.
Hér er ekki minzt nema á fátt eitt af því, sem
segja mætti um sögu Danaveldis á 9. öld, því að
hún er svo margvislega rugluð af samblandi útlendra
og innlendra sagna, að vel mætti rita heila bók um
það, sem athugavert er við hana á ýmsa vegu, en
til þess hefi eg engin föng að svo stöddu. Lfka
verðr drepið á fáein atriði hennar í ritgjörðinni, sem
hér fer á eptir, að svo miklu leyti sem þau snerta
aðalefni hennar, sem ekki er nema einn þáttr í