Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Qupperneq 104
104
mjög margt í sögum og ættartölum íslendinga.
Steenstrup vill als ekki taka þær til greina við sögu
fyrri hluta víkinga-aldarinnar. Storm tekr þær að
vísu til greina að sumu leyti, en vill aptr á móti
gjöra sumt í þeim að tilbúningi móti betri vitund
(t. d. ættartölurnar frá „Ragnari loðbrók"). En svo
verðr sannleikans bezt leitað, að málið sé skoðað á
sem flesta vegu, og því sýnist það ekki eiga illa
við, að Islendingar leggi sinn skerf, þótt lítill sé, til
þessara rannsókna, með því h'ka mörgum hér á
landi mun þykja fróðlegt að kynnast áliti því, er
sumir hinna helztu sagnfræðinga frændþjóða vorra
á Norðrlöndum hafa nú á hinni fornu söguvísi vorri
og ættvísi.
ið leiðina vestr um haf, þá mundi hún ekki hafa getað
lengi dulizt fyrir löndum þeirra austanfjalls, og þá ekki
heldr fyrir Dönum, hafi Víkin um þær mundir legið undir
Danaveldi, enda hafa miklar samgöngur verið þar á milli
snemma á öldum, sem fornsögurnar votta. Og úr því
að Víkverjar þektu leiðitia á annað borð, mátti búast við,
að þeir mundu þegar fara að nota hana til víkingaferða,
í stað þess að fara með hinum hættusömu Jótlandsströnd-
um, og sama má jafnvel segja um Gauta og Eydani.
það hlýtr þvi að vera næsta torvelt, eða jafnvel ómögu-
legt, að greina sundr Norðmenn og Dani meðal hinna
fyrstu víkinga, sem getið um við Bretlandseyjar fyrir og
um 800, með því að flestar árbækr samtíðarmanna gjöra
engan greinarmun á þjóðum þessum, eins og liggr í hlut-
arins eðli, þar sem þær töluðu sömu tungu, og þurftu
útlendar þjóðir því að kynnast þeim vel, áðr en þær
gætu greint þær nákvæmlega hverjar frá annari, eins og
Irar gjöra frá miðju 9. aldar.