Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 109
109
'Ólafs skautkonungs, því að mjög lítið er um inn-
lendar sagnir frá heiðni með Svíum sjálfum1, og
útlendir rithöfundar geta landsins lítt, nema um það
leyti sem kristniboð hófst þar (á fyrri hluta g. ald-
ar), að fráteknum Saxa, en lítið mun vera að marka
flest af því, er hann segir um viðskipti Svía og Dana
í heiðni.
Ritgjörð þessi er samin í þeim tilgangi, að
rekja og skýra ýms atriði í sögu Svíaríkis á 9. og
10. öld („víkinga-öldinni"), og skal hér fyrst farið
nokkrum orðum um Fýrisvalla-orustu, og í sambandi
við hana drepið á hið helzta, er vér vitum um Ei-
rík sigrsæla og forfeðr hans, par næst rannsökuð
ajttfærsla þeirra til „Ragnars loðbrókar11 og ættar-
tölur þær, er frá honum eru taldar, og að síðustu
minzt með fám orðum á þá landnámsmenn hér á
landi, er ættaðir voru frá Sviaríki (Gautlandi og
Svíþjóð).
I.
Sagnafræðingum nú á tímum hefir eigi komið
■vel saman um það, hvaða ár Fýrisvalla-orusta hafi
staðið. P. A. Munch (N. F. H. I. 2. 101 n. 2.) setr
hana árið 985, en Guðbr. Vigfússon árið 988 (hér
um bil), og því fylgir O. Montelius (Sv. H. I. 257).
En menn hafa ekki neitt annað víst fyrir sér, tilað
ákveða orustu-árið, heldr en það, sem segir í Styr-
bjarnarþætti (Fms. V. 245.—51.), og í Noregskon-
1) Dr. Gustav Storm segir (Kr. Bidr. bls. 47.) : »da
der som bekjendt ikke existerer et eneste egte svensk
Sagn fra Hedendommen», og hefir hann eflaust mikið
til síns máls í þessu (sbr. P. A. Muneh : »Om kilderne
til Sveriges Historie i den förchristelige Tid» i Annaler
for nordisk Oldkyndighed og Historie», 1850. bls.
357).—