Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Side 110
110
ungasögum (H. Grf., u. kap., Hkr. ng bls.; Ól. s.
Tr. 38. k., Fms. I. 61. bls.), að Eiríkr konungr hinn
sigrsæli hafi dáið 10 árum eptir fall Styrbjarnar.
Jetta vill Guðbrandr rengja, og segir, að menn megi
ekki láta það villa sig, því að slíkar sögur hafi
verið algengar um fornkonunga Svía (sjá Safn til
s. ísl. I. 338.). Liklega á hann hér við sögurnar
um Aun konung hinn gamla og blót hans til Óð-
ins, sem héraðið Tíundaland fékk nafn af, en þær
standa ekki í neinu sambandi við þetta mál, og er
ólíklegt, að þær hafi nokkur áhrif haft á það, því
að Fýrisvalla-orusta stóð á sögu-öldinni, og íslend-
ingum mátti vera svo kunnugt um hana, að ekki
mundu þeir þurfa að sækja neina tíma-ákvörðuft
henni viðvíkjandi í forneskjusögur, og hefðu þéir
vitað til þess, að Eiríkr konungr hefði látist t. d. 5
eða 6 árum eptir orustuna, þá var það hreinn ó-
þarfi að breyta þeim í 10 ár, því að Eiríkr gat alt
að einu heitizt Óðni eptir skemri tíma. Auk þess
sem það er alsendis óvíst,. að þeir sem færðu það
fyrst í frásögur, að 10 ár hefðu liðið milli Fýrisvalla-
orustu og dauða Eiriks sigrsæla, hafi þekt nokkuð
til sögusagnanna um Ynglinga, þá er fátt svipað
með sögunum um Aun konung og Eirík konung
nema það, að báðir blótuðu til Óðins eða hétu á
Óðin, en þar sem Aun blótaði til langlífis sér, þá vóru
það fyrst 60 ár, sem Óðinn leyfði honum að lifa,
og síðan lifði hann 15 ár, þangað til Óðinn „sagði
honum, að hann skyldi æ lifa, meðan hann gæfi
Óðni son sinn hið tíunda hvert ár, og það með, að
hann skyldi heiti gefa nokkuru héraði í landi sínu
eptir tölu sona sinna, þeirra er hann blótaði til
Óðins“. Síðan blótaði hann 9 sonum sínum og átti
þá einn eptir, og vildi hann þá blóta þeim, og gefa
Óðni Uppsali, og þau héruð, er þar liggja til, og