Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Síða 112
112
eða sama ár og Máfhliðingamálum lauk (g8i)), því
að ætla má, að Snorri hafi viljað gipta hana sem
fyrst aptr, svo að búið að Fróðá væri ekki forustu-
laust, og hafi ekki haft hana hjá sér nema i vetr,
en þ»óroddr hafi komið út á þeim vetri öndverðum,
rétt eptir víg þ>orbjarnar digra, og beðið hennar og
fengið svo um vetrinn, en þau flutzt að Fróðá um
vorið (sjá Eyrb. 29. k., 50. bls.). En hvað sem um
það er, þá stendr það hvergi í „Eyrb.“, að „nokkrir
vetr“ hafi liðið svo, að Björn Breiðvíkingakappi
vandi komur sínar til Fróðár, unz Snorri goði fékk
því ráðið, að Björn skyldi fara utan, enda er hitt
líklegra, að £>óroddr hafi ekki þolað Birni það lengi,
að glepja þ>uriði, heldr hafi hann setið fyrir honum
og barizt við hann fyrsta vetrinn, sem þau vóru að
Fróðá (982 eða 983). Sumarið eptir fór Björn utan,
og hið sama sumar fæddi þuríðr Kjartan, er sumir
kölluðu son hans. Eptir þessu ætti Kjartan að vera
fæddur árið 982 eða 983, en það kemr ekki heim
við það, sem segir seinna i sögunni um aldr hans
árið iooo1, þvi að þar stendr í beztu handritum, að
hann hafi þá verið 13 vetra eða 14, en í 2 öðrum
handritum stendr, að hann hafi verið 15 vetra. En
á þessu er lítið að byggja, þar sem handritunum
kemr svo illa saman, og óvissan lýsir sér svo glögg-
lega í bezta handritinu, enda hafa rómverskar tölur
opt verið rangt lesnar í fornum skinnbókum2, og
1) »Sumar þat, er kristni var lögtekin á Islandi» (Eyrb.
92. bls.), þ. e. sumarið 1000, nema hér sé átt við sum-
arið 999, því að þá telr Laxd. (42. k., sbr. 43. k.), að
ísland hafi orðið alkristið (sbr. Njálu 102. k.), og sum-
urn sýnist jafnvel Ari fróði : liafa talið svo (sjá Safn til
s. ísl. I. 433, sbr. B. M. Ólsen : Kronol. Bemærkn. í
Aarböger f. n. 0. 1878, 3. bls.).
2) Sjá t. d. »Eyrb.» (Leipzig 1864), bls. 33, 56, 89,
103, 104, 109.«