Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Qupperneq 114
114
dauða Eiríks konungs. Sé farið eptir þessu, kemr
það fram, að Fýrisvalla-orusta hefir eigi verið háð
seinna en 984, enda er ýmislegt fieira, sem bendir
á hið sama1 (svo sem aldr Haralds GormsSonar
Danakonungs, sem fylgdi Styrbirni til Svfþjóðar, en
hefir þá verið orðinn mjög gamall maðr og ekki
lifað mörg ár eptir það), svo að vel mætti halda,
að orustan hefði staðið fyr, ef saga Bjarnar í „Eyrb.“
mælti ekki móti þvi2.
Eirikr Svíakonungr hinn sigrsæli hefir víst ver-
ið hniginn að aldri, er Fýrisvalla-orusta stóð. Hans
er getið fyrst í Olafs sögu Tryggvasonar um það
leyti, sem Olafr var í Svíþjóð hjá Hákoni gamla,
og Gunnhildr konungamóðir leitaði eptir að ná svein-
inum á sitt vald (964), og er þá Eiríkr einn nefndr
Svíakonungr, en Olafs bróður hans eigi getið, og
hefir hann þá líklega verið andaðr, en Styrbjörn,
son Olafs, mun hafa verið barn að aldri, þegar faðir
hans dó. Mætti því ætla, að þeir bræðr, Eiríkr og
Olafr, hafi komið til ríkis um 950, en Ólafr látizt
um 960. Sigríðr hin stóráða hefir eflaust verið miklu
1) Saxi (1. X, p. 495.) segir, að Eiríkr sigrsæli hafi
ráðizt á Danmörku á dögum Sveins tjúguskeggs í hefnd-
arskyDÍ fyrir það, að Haraldr hafði fyrir löngu (jampri-
dem) veitt Styrbirni lið, og er það til styrkingar þvl,
að all-langr tími hafi líðið frá Fýrisvalla-orustu til dauða
Eiríks konungs.
2) það fær varla staðizt tímans vegna, að þorgils
sprakaleggr hafi verið sonr Styrbjarnar sterka, sem
Langebek, Munch og Steenstrup ætla, sízt svo, að móðir
hans hafi verið þyri Haraldsdóttir Gormssonar, kona
Styrbjarnar, Fms. V. 247, XI. 180, sbr. X. 294., því að
þá hefði þorgils orðið að vera fæddr eptir 980 (nálægt
984), en það sýnist ekki líklegt, þar sem Eilífr sonr
hans kemr til sögunnar árið 1009, sem víkingahöfðingi
á Englandi, og þess ekki getið, að hann væri þá barn-
ungr.