Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Page 115
115
yngri en Eiríkr konungr, maðr hennar, því að hún
giptist í annað sinn Sveini Danakonungi um 998, og
eignaðist með honum dóttur (Ástríði móður Sveins
Úlfssonar); hefir hún því fráleitt verið fædd fyr en
950, en líklegast er, að hún hafi eigi verið komin
langt yfir fertugt, er Sveinn konungr fekk hennar,
þótt Olafr Tryggvason kallaði hana reyndar „af-
gamla“ og „hrokkinskinnu“ í bræði sinni. Hún hefir
þá líklega gipzt Eiríki konungi á árabilinu 970—
9801, og verið þá um tvítugt (f. um 955), og mun
Olafr son þeirra vera fæddr um 980 eða litlu fyr,
og hafa komið til ríkis fyrir innan tvítugt. Sigríðr
er fyrst nefnd, þá er Haraldr grænski var hjá
Sköglar-Tosta, föður hennar (um 963—64), en þá
mun hún hafa verið barnung, enda segir þar, að
hún hafi síðan verið gipt Eiríki hinum sigrsæla.
All-líklegt er, að Eirikr hafi kvongazt Sigríði um
það leyti, sem Styrbjörn hóf kröfur sínar til ríkis,
og að hann hafi látið taka Olaf son sinn til konungs,
þegar Styrbjörn var stokkinn úr landi og hafði
drepið konung þann, er Svíar hófu upp gegn hon-
um, því að í frásögn þeirri um Svíakonunga, sem
stendr aptast í Hervararsögu, segir svo, að Ólafr
hafi verið barn, þá er hann kom til ríkis, og hafi
Svíar borið hann eptir sér, og kallað hann af því
skautkonung, en þó hefir hann víst verið kominn
af barnsaldri, þegar faðir hans dó (994), því að hann
var fulltíða maðr í Svoldarorustu (1000), svo að ef
nokkuð er hæft í þessu, eins og viðrnefnið „skaut-
konungr“ virðist benda til2, þá hlýtr hann að hafa
1) í Fms. IV. 24. segir, að Eiríkr hafi fengið Sigríðar
stórráðu »í elli sinni».
2) Bugge (sjá útg. hans af »Herv.», bls. 368) ætlar
8*