Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Qupperneq 116
116
fengið konungsnafn, meðan Eiríkr konungr, faðir
hans, var á lífi. f>ótt Eiríkr sýnist hafa viljað varna
Styrbirni ríkis, er hann taldi til þess, með því að
hann mun ekki hafa viljað mínka rílci sitt, heldr en
Haraldr Gormsson Danakonungr, er var samtiða
honum, þá er ekki víst fyrir því, að hann hafi í
fyrstu ætlað sér, að svipta frænda sinn ríkiserfðum
eptir sinn dag, heldr virðist Styrbjörn hafa spilt
málstað sínum bæði við konung og bændr með ofsa
sínum, og þeir þá tekið ráð sín saman um það, að
bægja honum algjörlega frá konungdómi. Konungr
sá, er bændr tóku yfir ríkishluta Styrbjarnar, hefir
víst verið lítilsigldr maðr, er ekki gat orðið Eiríki
hættulegr, og segir í þætti Styrbjarnar, að hann
hafi verið maðr af litlum stigum, en það er mjög
ólíklegt, því að slíkt var þvert á móti hugsunar-
hætti fornmanna (og ekki sízt Svía), og er miklu
trúlegra, að hann hafi verið af einhverjum kynþætti
konungættarinnar (ef til vill niðji Hrings konungs,
er var uppý um 936), því að ættin virðist hafa kvísl-
azt* 1, og mikil líkindi eru til þess, að eigi hafi þessi
hin forna konungsætt Svía verið aldauða, þegar
synir Ólafs skautkonungs voru látnir og Steinkell
kominn til ríkis, þar sem menn vita með sanni, að
eptir dauða Steinkels (1067) börðust tveir konu.ngar
reyndar, að viðrnefni þetta sé komið af skot (samskot,
tillag), með því að það er ritað »skotkonungær» í konunga-
talinu í viðb. Vestgl. (Scr. r. Sv. I. 7.).
1) það er skaði, að nafn og ætterni drottningar Ólafs
skautkonungs skuli hafa týnzt úr konungasögunum, því
að Ingigerðr dóttir þeirra er kölluð »konungborin í allar
kvíslir af Uppsvíaætt», Hkr. 317. bls., og Jaeob sonr
þeirra er kallaðr »sænskr að allri ætt«, Hkr. 320. bls., og
bendir þetta til þess, að drottningin ónefnda hafi verið af
ætt Svíakonunga.