Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Síða 117
117
um völdin, er hvortveggja hét Eiríkr1, og lauk svo
að báðir féllu. En hverrar ættar, sem þessi ónefndi
konungr hefir verið, þá vóru Svíar (og enda Eirfkr
konungr) búnir að lýsa fullum fjandskap við Styr-
björn í þessu tiltæki, og upp frá þessu var ekkiað
hugsa til, að hann gæti orðið konungr í Svíþjóð,
nema með því að brjótast til konungdóms með of-
ríki. Eiríkr konungr mun því hafa leitað sér trausts
hjá alþýðu, eins og þáttr Styrbjarnar vfsar til, gjört
málstað hennar að sínum, og fengið hana til að heita
syni sfnum hollustu og konungdómi yfir öllu rfkinu
eptir sinn dag.
þ>egar Eiríkur spurði liðsafnað Styrbjarnar, og
þóttist vita, að hann ætlaði að vinna Svíaveldi und-
an sér, er sagt, að hann hafi stefnt þing, og
leitað ráðs við spekinga sfna, og hafi þ>orgnýr lög-
maðr gefið honum ýms ráð til að tryggja lands-
fólkið sem bezt og gjöra sér sigrinn sem vísastan,
og má víst með fullum rökum ætla, að landslýðrinn
hafi skoðað her Styrbjarnar sem útlendan ófriðar-
flokk, sem allir ættu að hrinda af sér, og þótzt
berjast fyrir frelsi og fóstrjörð, er þessi mikla or-
usta var háð. jþessi skoðun virðist og koma fram
í vísum íslendingsins þorvalds Hjaltasonar, er varð
einn til þess, að gegna áskorun Eirfks konungs, og
yrkja um orustuna :
i. Farit til Fýrisvalfar
fólka tungfs hverr’s hungrar
varðar at virkis-garði
1) Hugsa mætti, að Eiríkr hinn helgi hafi verið kom-
inn af öðrumhvorum þeirra í föðurætt, því að í sögu hans
segir, að hann hafi verið af konungsætt, og virðist það
vísa til þess, að hann hafi átt kyn sitt að rekja til ein-
hvers annars konungs, en valdaræningjans Blót-Sveins,
sem talinn er móðurfaðir hans.