Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Page 119
119
því, er Ólafr sonr hans sagði við Hjalta Skeggja-
son um forfeðr sína, að þeir hefðu verið einvalds-
konungar yfir Svíaveldi og yfir mörgum öðrum
stórum löndum, og verið allir yfirkonungar annara
konunga á Norðrlöndum“, Ól. s. h. 71. k. Hkr.
277. bls. þ>ótt þetta sé freklega mælt, sýnir það
samt, að Svíaríki muni hafa verið mjög voldugt
um tíma fyrir daga Ólafs skautkonungs, er reyndi
að halda uppi horfinni frægð, en skorti þrek og
harðfengi til þess. Lítið vitum vér um viðskipti
Eiríks sigrsæla við Hákon jarl Sigurðarson, er þá
réð fyrir Noregi, og var fyrst skattskyldr Danakon-
ungi. þegar Hákon jarl rauf trúnað við Danakon-
ung, og kastaði kristni (975), erþess getið, að hann
herjaði á G-autland, og feldi í orustu Óttar jarl, er
þar réð fyrir1 (Hkr. 146. bls.), en þó virðist enginn
ófriðr hafa orðið af þessu milli Svíaríkis og Noregs,
og um 981 getr „Eyrb.“ (38. bls.) um vingjafir, er
Eiríkr konungr hafði sent Hákoni jarli. Eptir þetta
getr Færeyinga saga reyndar um ófrið milli manna
Eiríks og Hákonar, og segir frá því, að Sigmundr
Brestisson hafi sigrað landvarnarmenn Eiríks kon-
ungs (Fær. 19.—21. k.), en jarl vildi þó ekki eggja
hann að fara aptr í „glett við Svía“, og engin veru-
leg styrjöld sýnist hafa átt sér stað milli ríkjanna2.
1) þessi Óttar hlýtr að hafa verið alt aunar maðr eu sá
Óttar jarl af Gautlandi, sem talinn er afi Pálnatóka (Fms.
I. 154. bls.), en hafi sá Óttar verið til, kemr það vel
heim við tímann, að hann hafi verið afi hins, er féll fyrir
Hákoni jarli, og sýnist hafa verið á líku reki og Pálna-
tóki.
2) í Njálu (83. kap.) er sagt frá því, að þá er þráinn
Sigfússon var með Hákoni jarli (um 990), »átti jarl ferð
austr til landamæris að finna Svíakonung», og er eigi
ólíklegt, að það hafi verið til að setja niðr deilur eða
tryggja friðinn.