Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Side 120
120
Oddr munkr segir jafnvel í sögu sinni um Ólaf
Tryggvason (Fms. X. 220, 283.), að Eiríkr hafi
gengið að eiga Auði, döttur Hákonar jarls, eptir að
hann skildi viðSigríði stórráðu. f>ótt þessi frásögn
Odds sé nokkuð tortryggileg, þar sem hann ruglar
saman Hákoni jarli og Hákoni norræna, er Gunn-
hildr konungamóðir sendi til Svíþjóðar að leita eptir
Ólafi Tryggvasyni, þá kann þó einhver fótr að vera
fyrir henni, enda styðst hún líka við Flateyjarbók
1. 88., og Fms. XI. 420. Adam frá Brimum segir,
að Búrisleifr Vindakonungr hafi gefið Eiríki kon-
ungi systur sína eða dóttur, en ef þetta er ekki
missögn, sprottin af því, að Sveinn tjúguskegg,
mágr Búrizleifs, átti siðar ekkju Eiríks, þá hefir
Eiríkr verið orðinn mjög gamall, er hann kvæntist
í síðasta sinni. Við Sigríði stórráðu átti Eiríkr Olaf
skautkonung, og líklega Hólinfríði, er Sveinn jarl
Hákonarson átti, Fms. III. 14., IV. 68. Enn er
nefndr Eymundr (Emundr) sonr þeirra, er fyigt hafi
móðr sinni, er hún var skilin við Eirik konung (Ól.
s. helga, Kria. 1849, 4- bls.), en annars vitum vér
ekkert um hann1. í írskum frásögum um Brjáns-
bardaga (P. A. Munch: N. F. H. I. 2 , 647. bls., n.
2. ), eru nefndir konungssynir tveir frá Norðrlönd-
um (Lochlann): Anrudh (Anundh -= Önundr ?) mac
Eibhric og bróðir hans Caralas (Karl) mac Eibhric
(Eiríks-synir), og er enginn konungr á Norðrlöndum
lfklegri til að geta verið faðir þeirra, en Eiríkr sigr-
sæli, sem gat átt þessa sonu við Auði, eptir að hann
skildi við Sigriði stórráðu, og var þá við að búast,
að þeir yrðu að flýja land, er Ólafr, son hennar,
1) í sögunni af Ingvari víðförla (sem annars er full af
ýkjum), er dóttursonr Eiríks konungs sigrsæla nefndr
Eymundr, faðir Ingvars víðförla (Ingv. s. 1. k.).