Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Side 121
121
kom til ríkis1. Að vísu hefir Eiríkr verið orðinn
gamall maðr um það leyti, sem hann hefði getað
kvongazt Auði, og Hákon faðir hennar hefir að lík-
indum verið yngri en hann, en samt gat það vel
átt sér stað, því að slíks eru mörg dæmi.
Hafi Eiríkr sigrsæli komið til ríkis um 950,
eins og áðr er getið til, þá hefir Björn konungr,
faðir hans tekið ríki um 900, því að Snorri (H.
hárf. 29, Hkr. 6g. bls.) segir, að hann hafi ráðið
ríki í 50 vetr. Um hann vitum vér annars lítið2.
Hann er nefndr „hinn gamli“ í Styrbjarnarþætti, og
mun það dregið af hinni löngu ríkisstjórn hans.
Faðir hans var Eiríkr konungr Eymundarson, sem
var samtíða Haraldi Noregskonungi hinum hárfagra,
en þó eldri en hann, og er vanalega talinn hinn
fyrsti einvaldskonungr í Sviaríki, þótteigi séureynd-
ar nein gild rök fyrir því3. J>að er nú ekki hægt
að bera á móti því, að þessum þremr langfeðgum:
Eiríki Eymundarsyni, Birni og Eiríki sigrsæla, er
eignaðr óvanalega langr aldr eða öllu heldr ríkis-
stjórnartími, og hafa því ýmsir viljað rengja það,
sem íslendingar segja frá þeim, og Dr. Gustav
Storm, sem véfengir allar ættartölur frá „Ragnari
loðbrók“, segir, að langfeðgatal Svíakonunga (í Her-
1) það er annars alt óljóst og vafasamt um þessa bræð-
ur, sjá Steenstrup : Norm. III. 161.
2) A ofanverðum dögum hans (945) mun Hákon Að-
alsteinsfóstri hafa herjað á Gautland (»Eg. 79. kap.»), og
má vera, að af þeim hernaði hafa stafað för sú, er Laxd.
getr um (12. kap.) með þessum orðum : (Hákon) konungr
fór í stefnuleiðangr austr í Brenneyjar, ok gjörði frið fyrir
land sitt». það mun hafa verið árið 947.
3) það sýnist víst, að Eiríkr hafi orðið einvaldr í Svía-
ríki, eptir að ríkinu hafði um stund verið skipt, en verið
getr, að einhver konungr hafi verið einvaldr fyrir hans
daga, t. d. Eiríkr Eefilsson.