Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Side 122
122
vararsögu) sé ekkert að marka, fyr en komið sé að
Eiríki sigrsæla. Færir hann tvent til síns máls: að
hið íslenzka „langfeðgatal“ komi ekki saman við
konungatöl Rimberts1 og Adams frá Brimum, og að'
það geti als ekki komizt heim við tímatal. En
hvorug þessi ástæða stendr á góðum grundvelli, ef
rétt er að gáð. „Langfeðgatal“ getr vel samrýmzt
við það, sem Rimbert segir af Svíakonungum, því
að það er engin mótsögn, þótt hann nefni einhvern
konung, sem ekki er nefndr í „Lft.“, eða þótt„Lft.“
nefni aðra konunga, sem hann getr ekki um. Rim-
bert þurfti auðvitað ekki að nefna aðra konunga en
þá, sem eitthvað koma við kristniboðssöguna, og
það er engin furða, þótt „Lft.“, sem ritað er löngu
seinna eptir munnlegri frásögn, sleppi einhverjum
þeim konungum, sem réðu eigi nema fyrir nokkr-
um hluta ríkisins, og engin ætt varð talin frá. þ>að
virðist miklu fremr vera sönnun fyrir sannindum
„Lft.“, að það kemr eins vel heim við sögu Rim-
berts, eins og það gerir, og er sannarlega ekki neitt
tiltökumál, þótt það sé ekki i alla staði nákvæmt
eða fullkomið. Rimbert nefnir konung þann, er
ríkti í Svíþjóð, þegar Ansgar kom (829): Björn
(Bern, Scr. r. D. I. 445.), og nokkru seinna (um
840) getr hann um annan konung, er rekinn hafði
verið frá ríkjum, og Önundr (Anoundus) hét. jpetta
kemr vel heim við „Lft.“, er nefnir næst á undan
Eiríki Eymundarsyni (bræðrna) Eymund og Björn
at Haugi, og hafa þeir einmitt átt að vera uppi um
^jetta leyti. Nöfnunum Önundr og Eymundr er iðu-
lega ruglað saman í sænskum, dönskum ogíslenzk-
1) í »Vita S. Anschariii), sem prentuð er í Scr. r. Dan. I.
427.-495.