Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Qupperneq 124
124
það ljóslega fram í þessu konungatali, að Svíaríki
hefir stundum komið í bræðraskipti, eða að bræðr
hafa verið konungar samtíða, og svo hafa þeir verið
Onundr (eða Eymundr), sem setið hefir að Uppsöl-
um, og Björn, sem „Herv.“ segir að hafi eflt þann
bæ (stað), er „at Haugi“ heitir, og hefir hann verið
frægr konungr í fornsögum, þvi hans ervíða getið,
enda mun hann hafa ráðið fyrir öllu rikinu um
tíma, meðan Önundr (Eymundr) var úr landi. það
kemr vel heim við æfisögu Ansgars eptir Rimbert,
að Björn eflir kaupstað og sitr þar, því að Ansgar
hitti hann í „Birca“ (Byrca), sem menn þykjast nú
vita með sanni, að verið hafi Bjarkey (Björkö) í
Leginum, sem ekki er nefnd í íslenzkum sögum, og
er þá eigi ólíklegt, að einmitt þar hafi bærinn „at
Haugi“ staðið1. Af frásögn Rimberts má ráða, að
íjandskapr hafi verið milli Önundar konungs og
Bjarkeyinga, og hafi konungr sá, er sat í Bjarkey
eða Bjarkeyingar fylgdu, flæmt Önund úr landi, og
bendir þetta á missætti milli bræðranna, eða milli
Önundar (Eymundar), og eptirmanns Bjarnar, sem
mun hafa heitið Ólafr, því að þegar Ansgar kom í
seinna skiptið til Bjarkeyjar2, var þar fyrir konungr
1) Margt vísar til þess, að kaupstaðrinn í Bjarkey
hafi verið einhver hinn elzti, og langan tíma hinn helzti
kaupstaðr á Norðrlöndum. Rimbert lætr mikið af auð-
legð staðarins (Scr. r. D. I. 459), og það er mjög eptir.
tektavert, að kaupstaðarréttrinn var bæði í Svíaríki, Dan-
mörku og Noregi kallaðr Bjarkeyjarréttr (sbr. K. Maurer:
Udsigt over de nordgermaniske Retskilders Historie.
Kristiania 1878, bls. 22, 133, 170.). Er miklu líklegra,
að það nafn sé dregið af þessari Bjarkey heldr en Bjark-
ey á Hálogalandi, sem var afskekt og fjarlæg megin-
verzlun Norðrlanda, enda hefir víst aldrei verið kaupstaðr
í þeirri ey.
2) I þetta skipti (skömmu eptir 850) mætti kristniboð