Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Qupperneq 129
129
hann hefði skamma stund ráðið ríki, en hvernig sem
þetta er, þá getr það als ekki raskað þeim óræku
sögulegu sannindum: að Eiríkr „Eymundar“son réð
öllu Sviaveldi á dögum Haralds hárfagra, síðan Björn
langa æfi, og eptir það bræðrnir Olafr og Eiríkr
hinn sigrsæli, er sýnist eigi hafa haft neina aðra
konunga samhliða sér eptir lát bróður síns, fyr en
Styrbjörn hóf tilkall sitt til ríkis, sem áðr segir. í
tölu þ>orgnýs er það að vísu hvergi sagt með ber-
um orðum, að Björn hafi verið sonr Eiríks „Ey-
mundar“sonar, eða Eiríkr sigrsæli sonr Bjarnar, og
væri því eigi með öllu óhugsandi, að h r væri tveimr
liðum slept úr, sem ekki hefðu hafizt til konung-
dóms, eða að Björn hefði reyndar verið sonarsonr
Eiríks Eymundarsonar, og Eiríkr sigrsæli sonarsonr
Bjarnar, en hver þeirra tekið ríki eptir annan, og
milliliðirnir síðan gleymzt. Væri þá ekkert undar-
legra, þótt þeir hefðu ríkt allir til samans í 140 ár,
heldr en að Frakkakonungarnir Loðvík XIII., Loð-
vík XIV. og Loðvík XV. ríktu í 164 ár samtals
(1610—1774). En þetta er þó í rauninni næsta ó-
líklegt, þar sem öllum sögum ber annars saman um,
að þessir þrír konungar væru langfeðgar (afi, faðir
og sonr1), enda getr það vel staðizt, og þarf ekki
að bjóða tímatalinu neitt ofríki til að koma því
heim, því að öllum, sem nokkurn gaum hafa gefið
að ættartölum, er það kunnugt, að ættir ganga
stundum mjög seint fram, og má hér taka tildæmis2
1) þorgnýr sýnist jafnvel benda til þess, er hann telr
föður sinn samtíða Birni konungi, og afa sinn að nokkru
leyti 8amtíða Eiríki konungi »Eymundar»syni.
2) þess er og vert að minnast, að Hvamm-Sturla var
fæddr 1114, þórðr sonr hans 1165, og Sturla sonarsonr
Tímarit liins íslenzka Bókmenntafjelags. X. 9