Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Qupperneq 131
131
afi hans um 830, og þá er alt búið, en þessu getr
gjarnan munað nokkru, og gjörir það ekkert.
Um Eirík konung „Eymundar“son er svo sagt
(í tölu þorgnýs), að meðan hann var á léttasta aldri,
þá hafi hann hvert sumar haft leiðangr úti, og farið
til ýmissa landa, og lagt undir sig Finnland og
Kirjálaland, Eistland og Kúrland, og viða um
Austrlönd. f að er því auðsætt, að hann hefir verið
hinn mesti herkonungr, þótt hann hafi að líkindum
eigi lagt undir sig nema strendr þessara landa.
Hann vildi líka halda undir sig Vermalandi og Rán-
ríki, og varð af því ófriðr milli hans og Haralds
hárfagra, en svo lauk, að Haraldr bar hærra hlut
hélt löndum þessum. þ>ó áttu þeir jafnan í deilum,
meðan þeir lifðu báðir. „En ófriðr var upp á Gaut-
landi, meðan Eiríkr konungr lifði Eymundarson.
Hann andaðist þá er Haraldr konungr hinn hárfagri
hafði verið 10 vetr konungr í Noregi“ segir Snorri
(H. hárf. 28. k., Hkr. 69. bls.). Eptir þessu hefði
Eiríkr konungr átt að andast um 880 eða litlu síð-
ar, en þetta virðist sprottið af misreikningi, því að
Haraldr hárfagri hefir varla farið ferð sína austr í
Vík og til Vermalands fyr en um 880, eins og
Guðbrandr Vigfússon hefir bent á (Safn til sögu ísl.
I., bls. 212, 214, 312), en þegar sú ferð er sett á
undan Hafrsfjarðar-orustu (eins og Snorri gjörir),
eða um 870, þá er hætt við, að andlátsár Eiríks
konungs sé líka sett að minsta kosti 10 árum fyr
en vera ber, því að það hefir líklega í fyrstunni
verið fremr miðað við viðskipti þeirra konunganna,
heldr en við viðburði í Noregi. Og hér getr fleira
komið til álita, sem kann að hafa valdið ruglingi í
tímareikningnum. í Landn. og fleirum sögum
(Flóam., Fagrsk.) segir svo, að orustan í Stafaness-
9*