Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Síða 136
136
hann átt að koma til ríkis 853, og kemr þetta í
engan bága við það, sem Rimbert segir af Svía-
konungum í æfisögu Ansgars, þótt Eirikr sé að visu
eigi nefndrþar. í þætti Hauks hábrókar segir enn
fremr, að Onundr (= Eymundr) faðir hans hafi ver-
ið konungr i 40 ár eða lengr; hefði hann eptir því
átt að koma til rfkis um 813, ásamt bróður símim
Birni at Haugi (sem þáttrinn setr reyndar á undan
honum), og getr það vel staðizt, ekki sizt ef menn
hugsa sér, að ríkisár þeirra bræðra séu talin frá
dauða föður þeirra, Eiríks Bjarnarsonar, sem „Herv,“
segir að hafi orðið skammlífr, en Eiríkr Refilsson
sýnist hafa ráðið ríkjum, meðan þeir vóru í æsku.
Eptir því hefir Björn járnsiða verið konungr í Sví-
þjóð seint á 8. öld, og hefði þá faðir hans (Ragn-
ar) átt að vera uppi um miðja öldina. Nú er það
athugavert, að þegar allir þeir Svíakonungar eru
taldir, sem „Lft.“ nefnir frá Birni járnsiðu til Olafs
skautkonungs, þá verðr Ólafr hinn tíundi konungr
í röðinni, eins og hann segir sjálfr í ræðu sinni til
Hjalta Skeggjasonar (Hkr. 277. bls.), en þó því að
eins, að Björn at Haugi sé talinn með Uppsala-
konungum, enda eru nokkrar líkur til þess, að hann
hafi um stund orðið einvaldskonungr í Sviaveldi.
líkt og í konungatalinu í Scr. r. Dan. 1. 424—426., eða í
Noregskonungatali því, er þjóðrekr munkr getr um í
20. kap. (Scr. r. Dan. V. 330.). þótt þáttrinn sé að
mestu æfintýri eitt, þá gat höfundr hans eins fyrir því
haft eitthvað fornt fyrir sér (kvæði eða konungatal), en
það er annaðhvort einhver missögn, eða þá misreikningr
hans, að Bjöm at Haugi hafi verið konungr í Svíþjóð,
þá er Haraldr tók konungdóm, og þar sem sagt er, að
eptir hann hafi Onundr verið konungr (í 40 ár eða lengr),
þá mun þetta vera misskilningr, sprottinn af því, að Onundr
hefir verið nefndr á eptir Birni, þótt þeir í rauninni væru
samtíða.