Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Page 138
Smávegis
a.
Brjef frá Bjarna Vigfússyni Thorarensen til
Baldvins Einarssonar.
[Frumritið af bréfi þessu er í safni Páls stúdents Páls-
sonar nr. 77, og hefur það þótt þess vert að koma fyrir al-
menningssjónir, vegna þess að í því eru svo margar upplýs-
ingar um þau mál, er voru efst á dagskrá, þegar það var
skrifað. Pyrsti hluti bréfsins, sem lýtur að hinni svokölluðu
„Rasks-deilu“, verður hverjum þeim ljós og auðskilinn, sem
lesið hefur fyrirlestur Dr. B. M. Ólsens um Rask með tilheyr-
andi athugasemdum og brjefum, sjá Tímarit bókm.fél. árg.
IX., bls. 30 o. s. frv.] E. Fr.
Gufunesi, þann 25. ágúst 1831.
Háttvirti elskulegi herra Einarsen !
Eleira verður að gjöra enn gott þykir ! Nú verð ég
að fara að hálfrífast við yður út úr bréfi yðar til mín
af 24. júní þ. á., enn af því ég gjöri það nauðugur og
kann ske meina ekki allt svo illa, eins og ég mun hugsa
það, vona ég að þér fyrirgefið mér, þó rifrildið ekki verði
í neinu lagi.
J>að er þá fyrsta tak á því, að mér er ómögulegt
að rífast við yður fyrir það, að þykkja komi í yður af
því það er yður illa upptekið, sem samvizka yðar segir