Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Síða 141
141
játar, að þér í mörgu hafið rétt í yðar fyrra svari, þykir
þér ekki hafa verið nógu besindig í því seinna, svoleiðis
skrifar hann mér, enn ég svara honum yður til forsvars
það mér þykir, ekki til þess þér þakkið mér fyrir það,
því bæði má yður einu gilda í þessu efni, hvoru megin
ég ligg, og það þess heldur sem ég af bréfi yðar sé, að
yður gildir einu hvoru megin við allir liggjum, heldur
vegna þess að ég, hræsnislaust talað, álít yður gersemi
míns föðurlands, sem ég vil að sem flestir haldi upp á, og
sem þarf vini til að geta verkað.
Með »Gensvar mod Gensvara er allt öðru máli að
gegna. Rask hafði sannarlega verið langtum ófyrirgefan-
ar frekur enn þér, og því voruð þér honum nulla vere-
cundia obstrietus. I stuttu máli að segja : enginn heil-
vita maður, nema því illgjarnari sé, getur legið yður á
hálsi fyrir, að þér viljið verja æru föðurlandsins, og þó þér
kynnuð að ganga frekt til verks, þá er það hugarfari yðar
engin minnkun.
Molbek1 læt ég vera, hann þykist ég nokkuð þekkja,
■enn hann er gamall fjandmaður Rasks og áreitti hann
ásamt Grundtvig2 skammarlega í gamla daga.—Ég verð
við þetta tækifæri að minna yður á gömlu úníversítets-
históríu íslendinga, er Gunnerus3 brúkaði landa okkar
Thorlevius4 fyrir keyri á Kratzenstein5 — láta okkur
siga af danskinum megum við ekki, það kemur yður
heldur ekki við í tilliti til Rasks, enn ég meina framveg-
is,—og helzt ef b. anmeldelsen er af dönskum, sem hlær
1) Undirbókavörður við konunglega bókasafnið, háskólakenn-
ári og orðabókarhöfundur.
2) Grundtvig, presturinn og skáldið danska, sem Grunnvik-
ingar í Danmörku eru viðkendir.
3) Gunnerus, biskup í þrándheimi, f. 1718 -j- 1773.
4) o: þorleiir þorleiisson, prests að Kirkjubóli, þorlákssonar,
lengi bóksali 5 Kaupmannahöfn, þ 1782.
5) Kratzenstein (Chr. G.) var próíessor í eðlisfræði og lækn-
isfræði við háskólann í Kaupmannahöfn, f. 1723, -f 1795.