Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 142
142
að því, [að] sér hafi tekizt að kasta reverbrand inn á
milli okkar.
f>ér megið annars sem patriót gleðja yður, að land-
ar yðar þeir heldri eru á móti yður saklitlum, og sem í
tilliti til tilgangsins átti þakkir skilið fyrir verk yðar —
því hinn voldugi flokkur hatast þá ekki við fsland, og
yður er sjálfum óhætt, eftir því sem sjálfir þér segið, enn
beggja flokkanna þarf við til að hjálpa Islandi í þessari
fyrir það mikilvœgustu tíð.
Sjálfs mín meining er, svo ég tyggi hana enn betur
upp, sú, að Bask gat forsvarað útleggingar Bafns, án
þess að forsvara það óforsvaranlega í þeim, og án þess
að hniðra Islendingum saklausum, og þér forsvarað Is-
lendinga án þess að hnjóða í aðra og án þess að halda
með anmeldelsen í því, sem hún ekki átti meðhald skil-
ið, og án þess að gjöra það í myndugum og docerandi
tón og allra helzt án þess að áreita garminn Magnús-
sen1, þenna meinleysing, sem er mesta prýði lands vors.
— Kannske þér nú verðið fjandmaður minn fyrir þetta,
nema ég standi oflágt í yðar augum til þess, enn þér
vitið sjálfur, ef þér hugsið eptir því, að ef þér ekki viljið
hafa aðra fyrir vini enn þá, sem ekki tala annað enn
það, sem þér viljið heyra, eignizt þér engan vin, sem
verðugur er það að vera, enn hitt er víst, að ef þér
komizt svo hátt upp, að margir verði upp á yður komnir,
þá kunnið þér að fá nóga undirgefna smjaðrara—á með-
an yður gengur vel.
Ég hefi sjálfur á fundi Bókmentafélagsins hér verkað
fyrstur til þess, sem þér munuð sjá, að við látum í ljósi
ósk okkar um, að Magnússen hefði verið valinn fyrir
forseta — plúraliteten meinti sama, enn enginn hafði upp-
burði að própónera það — talað var líka um athafnir
yðar, enn ég forsvaraði þær eftir skyldu minni og
sannfæringu, eins og ég þóttist gjöra hitt eftir sann-
færingu minni; því hvorki var það rétt gjört að hatast
1) = Finni Magnússon.