Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Síða 148
148
m [inni] á laugardaginn var. — f>ó—þetta getur ei inter-
esserað yður.
Ekki eru það góð compliment fyrir bréf mitt til yð-
ar frá í vetur var, að Engelstoft1 ekki hélt út, eða var
svo seinn á að lesa það. Gjörið svo vel að segja mór
meiningu hans um það í haust.
Ég skrifaði yður, að mig minnir með Helgesen, um
Holtavörðuheiði. Seint í júlí var |>orvaldsháls ruddur,
og nú vona ég, að erfiðismenn Ejallvegafélagsins séu
komnir að minnsta kosti að Biskupsvörðum á Sandi.
Nú hvorki man ég meira, né má vera að skrifa
meira í þetta sinn. — f>ó ég með fyrra parti préfs þessa
hafi gjört yður reiðan, læt ég vera, enn hafi ég hryggt
yður, óskaði ég það væri óskrifað ; enn hið síðara er
ekki að óttast — það þér hafið gjört, hafið þér gjört af
föðurlandselsku, og ef þér hafið syndgað in excessu, þá
er það af misskilinni dygð, og kannske ég líka hafi gjört
yður órétt, þá er yfir alls engu að hryggjast ; enn ég
vildi segja yður mína meiningu, án þess að ganga á
nokkrum refaklóm — og þér höfðuð þar að auki gefið mér
rétt til þess með bréfi yðar af 24. júní, og heimtað það
af mér.
Quicquid sit ! ég óska, að yður væri ekki verr við
mig, enn mér við yður; ég skal aldrei heimta af yður
neitt sjálfsagt já og amen til alls sem ég segi, og ég
vona eftir reciprocitet í því sama hjá yður og undirskrifa
mig það ég er
yðar
heiðrandi og elskandi
B. V. Thorarensen.
P. S.
26. dgúst. — Eg sendi yður nú genpart af sam-
þykktunum fyrir Fjallvegafólagið, enn ekki gat ég verið
að senda forskriptirnar fyrir verkamennina. f>ær fyrir
Holtavörðuheiði voru eigi annað enn um hvernig sælu-
1) Laurits Engelstoft (1774—1851) mikill íslendinga vinur.