Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Side 149
149
húa 8kyldi hvelfast upp spýtnalaust og að stallar akyldu
vera á hverri vörðu móti norðri; enn að vegur á Sandi
skyldi vera 2 faðma breiður og vörður eins með stalli
móti norðri. — f>ér skuluð ekki anmelda plöggin, nema
stutt og einfaldlega í iDagen*1, enn þökk vaeri mér á, að
þér minntist á, að þorgrímur gullsmiður2 hefur hjálpað
mörgum af sínu eigin. Adieu !
b.
Kvæði eptir Magnús konferensráð Stephensen,
ort í Björgvin 1. febr. 1809.
f>ó að Magnúsi Stephensen gamla væri mart annað
betur gefið en að yrkja fékst hann þó æðimikið við það.
Allir vita, að Leirárgarðasálmabókin frá 1801, og sem
seinna var prentuð í mörgum útgáfum, var að miklu
leyti hans handaverk. I tfmaritum þeim, sem hann gaf
út, lét hann opt prenta kvæði eptir sig og fjölda af erfi-
Ijóðum. En í einni heild er kvæðasafn hans gefið út af
syni hans Olafi sekretera í Viðey 1842, og erfiljóðasafn-
ið litlu síðar á sama ári, og er svo að sjá sem sekre-
terinn hafi látið prenta alt, sem hann vissi til vera eptir
hann. En ekki finst þó í Ijóðmælasafninu kvæði það,
sem hér fer á eptir, og er það þó eitthvert hið merki-
legasta og bezt gerða kvæði Magnúsar, og má heita á-
gætt í sinni röð. f>að lýsir í fám orðum ástandi lands-
ins þá og ættjarðarást hins merka manns, og hvernig
hann áleit að verk sín væru þökkuð. Magnús Stephen-
sen fór utan um haustið 1807, en þá var skollinn á ó-
1) Danskt dagblað.
2) þorgrimur Tómasson, skólahaldari á Bessastöðum.