Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Síða 151
151
fram á sumar, og mun honum ekki hafa staðið mikil
heill af því, en ósannað er og litlar líkur eru til að
Magnús hafi ekki farið að ráði sínu í þeim málum eins
og heiðarlegum manni og sönnum föðurlandsvin sómdi1.
þó mun þetta mál enn vart hafa verið kannað til hlítar.
Kvæði það, sem hér fer á eptir, er með eiginhendi Magn-
úsar á blaði, sem sá á, er þetta ritar, en ekki stendur
nafn hans undir því; er það skrifað á gamalt bréfsum-
slag, og er á því utanáskript: »Til Herr Biskups S[ig-
urðar] Stephanssonar», og hefir umslagið fylgt bréfasafni
biskups, sem líklega hefir fylgt ættinni, Olafi stiptamt-
manni hálfbróður biskups og sonum hans. Kvæðið er
svo :
lta Febr. 1809 íBjörgvin.
1. Höldur náði hefja grun,
hver nú skjaldan syngur,
á Isaláði enn eg mun
eignast kalda fingur.
2. Kýs eg gleðja vin og víf,
úr víli og skælum rétta,
síðan kveðja seyrugt líf2
og sultarbæhð þetta.
3. Garpar stríða um lönd og lá3
leiptrar gríðarskrugga,
en landa blíða menn þar má
og miskunn lýða hugga.
4. Dm þig harða ísaláð
útlægt senn úr heimi
fáa varðar, nóg er náð
nafn þitt menn að dreymi.
5. þitt á enda lán mér lízt,
lubbar þig hafa rúið4,
1) Sbr. Varnarrit hans 1815 í ísafold IX, 1882 Nr. 2 og 4.
2) o: sult og seyru (höf.).
3) hér skr. höf.: 1 á ð.
4) Gvilpin reifari etc. etc. (höf.).