Eimreiðin - 01.01.1899, Side 6
6
trúarmanna og húmanista batnaði líka eftir 1530, þegar menn
hugðu siðbótina úr allri hættu. Lúter sá, að hin nýja mentun
var alveg nauðsynleg andlegum og veraldlegum embættismönnum
í þeim ríkjum Þýzkalands, er fylgdu kenningu hans. Melanchton,
sem var beztur kennari á öllu Þýzkalandi, hjálpaði honum þá til
að koma þessu á við háskóla og aðra skóla mótmælenda, endur-
bæta kensluna þar og fá til kennara og kenslubækur. Hann
endurbætti háskólann í Wittenberg, og eftir honum voru svo allir
háskólar mótmælenda sniðnir, þar á meðal vor; hann réð og til-
högun kenslunnar í lærða skólanum í Wittenberg, sem varð fyrir-
mynd allra lærðra skóla meðal mótmælenda á Þýzkalandi, æðri
sem lægri. Fornmálin einkum latínan, fengu nú fast sæti meðal
kenslugreina, bæði á háskólum og i lærðum skólum; var þetta
upphaf þess kenslufyrirkomulags, sem síðan hefur haldist, að því
er fornmálin snertir, alt til þessa tírna.
Takmark kenslunnar í hvorutveggju skólunum átti samkvæmt
skilgreining Jóh. Stúrrns, skólastjórans fræga í Strassborg, að vera
sapiens et eloquens pietas, »vitur og mælsk guðrækni«. Hefði Eras-
mus sjálfur ekki getað fundið fegurri einkunnarorð. Svo kendu
menn í næstu tvær aldir með þetta takmark fyrir augum. En í
reyndinni varð árangurinn ekki alveg svo glæsilegur. Mönnum
tókst raunar að kenna pietas, sem var lútersk strangtrúar-guðrækni.
Barnalærdómskenslan í skólunum og guðfræðiskenslan á háskólun-
um stefndu af alefli að því takmarki. Jafnvel við málfræðisdeild
háskólanna var kenslunni hagað eftir þvi, sem guðfræðin heimtaði.
Málfræðingur einn sannaði, að hin 10 lagaboðorð guðs væru sett
fram í sérhverjum sorgarleik Sófoklesar. Annar skýrði »Meta-
morfósur« (Myndbreytingar) Ovíðs og taldi þær vera sannarlegan
mentafjársjóð (tkesaurus eruditionis), er menn gætu lært af kristna
trú og siðfræði, en auk þess líka landafræði, náttúrufræði og
stjörnufræði. Menn lögðu og hina mestu stund á eloquentia (mæl-
skuna), nálega meiri en á pietas (guðræknina). Takmark kensl-
unnar i lægri skólunum var frá upphafi til enda að kenna börn-
unum að tala og rita hreina latínu, ekki einungis óbundið,
heldur og bundið mál (því kveðskaparlist hugðu menn að allir
gætu lært). Svo héldu menn fram sömu stefnunni við heim-
spekisdeild háskólanna með ræðuhöldum og rökræðum (declama-
tiones et disputationes) á latneskri tungu. En úr sapientia (vizkunni)
varð heldur lítið, og það var engin furða, því frá upphafi til enda