Eimreiðin - 01.01.1899, Side 29
29
það, er áður var frá skýrt um tíma þann, er varið er til grísk-
unnar í latínuskólum Þjóðverja. Loks má geta þess, að hvervetna
— líka hjá stórþjóðunum — koma fram sterkari og sterkari raddir
um að takmarka eða afnema fornmálin sem þann grundvöll, er öll
unglingamentun lærðu skólanna eigi að byggjast á. Aldan stefnir
burt frá þessum fornaldargrundvelli, og hlýtur líka að ’gera það,
af því að það verður ómögulegt fyrir mennina að varð-
veita stöðugt hið forna í sama mæli og á sama hátt,
jafnframt og altaf bætist við meira og meira nýtt,
sem menn mega til að taka með, ef menn eiga ekki að
standa eins og glópar gagnvart lífi þeirrar aldar, er
þeir sjálfir lifa á, og sem hefur hinn fylsta rétt til að
heimta krafta vora í sína þjónustu. •— Um leið og menn
hafa látið í ljósi, að það mundi vera mjög varhugavert fyrir aðra
eins smáþjóð og oss, að ríða á vaðið í þessu efni, hafa einstöku
menn bætt því við, að ef vér stigum þetta stig, gætum vér átt á
hættu, að menn í útlöndum vildu framvegis alls ekki viðurkenna
stúdenta vora sem reglulega stúdenta. Þó við nú alls ekki tökum
tillit til þess, að það sjálfsagt mundi koma tiltölulega sjaldan fyrir,
að færi yrði á að veita eða neita um slíka viðurkenning, þá getum
við með engu móti viðurkent, að þessi athugasemd sé rétt. Setj-
um nú svo, að danskur stúdent, sem öðlast hefur þá þekkingu á
fornaldarbókmentum Grikkja og mentalífi, sem við álítum að fá
megi með hinni nýju aðferð, hitti þýzkan stúdent eða þá þýzkan
prófessor í grísku og færi að ræða við hann um fornöld Grikkja;
halda tnenn þá, að þessar samræður þeirra mundu fara fram á
grísku? Ef svo væri, þá mundi stúdentinn auðvitað fara flatt á
því. En það eru meiri líkindi til að þeir mundu öllu fremur tala
saman á þýzku um hin grísku efni. Og þegar nú þessar samræður
færðu Þjóðverjanum heim sanninn um það, að Daninn hefði stað-
góða þekking á fornöld Grikkja, ætli hann mundi þá lítilsvirða
þekking hans fyrir það, þó hann að lokum fengi að vita, að Dan-
inn þekti ekki einu sinni gríska stafi? Ef hann gerði það, mundi
hann með því gefa sjálfum sér vottorð um heimsku og smásálar-
skap. Því það er stirfin smásál, sem getur ekki greint verulegt
frá óverulegu: kjarnann frá hýðinu.«
Að því er kensluna t latínu snertir, þá ræður meirihluti kenslu-
ráðsins til að takmarka hana nokkuð. Hann ræður rneðal annars
til, að hætt sé við að lesa latnesk skáld í 3. og 4. bekk, og að í