Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Page 3

Eimreiðin - 01.01.1901, Page 3
 3 fer lengra en hæfilegt er, t. d. þegar hann vill eigna nafngreind- um manni þá og þá söguna. Pó aö hægt sé að sanna, að hitt og þetta eða margt sé harðbendlað við þann og þann manti, er þó langt skref til þess, að sá hinn sami sé líka höfundur sög- unnar. Lengra finst mér ekki vera hægt að fara en segja, að sá og sá hafi verið — líklega verið —- einhver helzti heimildarmaður söguhöfundarins; en hann — heimildarmaðurinn — verður ekki fyrir því höfundur. I öðrum ritgjörðum finst mér höf. oft beita rangri aðferð í rannsókn sinni og laðast til að sveigja orð heim- ildarritá í öfuga stefnu, í stað þess að skilja þau eins og mér finst liggja beinast við. — Paraf sprettur meðal annars að mildu ágreiningur okkar á milli um Eddukvæðin —. Sömuleiðis vill höf. oft og einatt leggjast dýpra, en þörf er á; það er stundum eins og hann búi sér til huliðsblæju og ímyndi sér, að bak við hana liggi gull og gersemar, og svo er um að gera að rífa blæjuna í sundur, svo að dagsbrún vísindanna nái að komast inn. Til þess að geta það, þarf margar og margvíslegar tilgátur, margar skorður og stoðir þessum tilgátum til stuðnings. Alt er þá undir því komið, hvernig þessar stoðir eru, og er það ekki furða, þótt mönnum lítist oft misjafnt á þær — þegar farið er að treysta þær. Sumum kunna að þykja þær styrkar, en þá er eftir að vita, hverju afli þeir hafa beitt við þær. Tilgátur eru ólikar í eðli sínu; sumar eru svo sennilegar, að þær eru teknar gildar að minsta kosti um svo og svo langan tíma; sumar hverfa þegar í stað. Pað er ekki aðferð höf. eins að beita töluverðum tilgátum; margir fræðimenn hafa beitt og beita enn þessari aðferð — enda verður heldur ekki hjá henni komist. En aðalatriðið er það, að leiða ekki meira fram úr heimildariindum, en sennilegt og skaplegt er, en það sannast hér sem oftar, að vandratað er meðalhófið. En það, sem ég dáðist einna mest að hjá þeim manni, er hér við háskólann var kenni- faðir okkar beggja, höf. og minn, þótt ég nyti hans stutta stund, — ég á við gamla Maðvig —, var, að hann altaf og al- staðar tók það skýrt og skýrast fram af öllu, hvað s t æ ð i í heim- ildarritunum, hvað langt það næði —- »hingað og ekki lengra*, —- og svo vítti hann harðlega alt það vísindalega hrófatildur, sem einkum Pjóðverjar oft og einatt hafa hrúgað upp, um leið og hann sýndi fram á, að heimildarorðin gætu ekki verið með réttu óbil- andi undirstaða svo mikilla kastala, eða þá að þau væru misskilin eða því um líkt. Eg get með sanni sagt, að hér í Danmörku er i

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.