Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Page 28

Eimreiðin - 01.01.1901, Page 28
28 haldi staupsins sagði hann og bar nokkuð ört á, því honum þótti vansæmandi fyrir sig það, sem Sigurður sagði um skoðanirnar: »Nei. Sigurður minn, skoðanirnar eru alls ekki gjörðar til þess, ab leita þjófaleit, í þeim er ekkert hnýst eftir hverjir eigi skepnurnar eða hvað margt sé af hverri tegund, heldur hvort ekki sé farið of illa með þær eða menn séu of heytæpir og þurfi að fá viðbót. ?að vekur samkepni milli bænda í því að fara sem bezt með og ganga vel um hey og eiga þau sem mest, og þessa álít ég sann- arlega þörf. En hvað viðvíkur bókakaupunum, þá mundu eink- um verða keypt þau rit, sem flyttu ritgjörðir um landbúnað eða önnur fræðandi málefni og þau kaup verða þægilegri fyrir marga en fáa. Heldurðu t. d. ekki, að bændurnir hérna í sveitinni stæðu betur, en þeir standa nú, ef þeir hefðu lært af einhverjum ritum að yrkja jörðina betur, en þeir gera, eða finst þér ekki Sigurður minn, að maturtagarðarnir þínir hafi borgað sig,« sagði Pórður og saup það, sem eftir var í staupinu. »Jú, víst hafa þær borgað sig garðaholurnar mínar, en ætli þeir setji fremur upp garða letingjarnir, þó þeir lesi um það í bók- um, að það borgi sig vel, fyrst þeir hafa ekki gjört það, þegar þeir hafa séð, hvað ég hef haft mikið ! upp úr þeim árlega. Eg held varla.« ^þá hef ég samt trú á því,« sagði Pórður, »því af bókunum sjá þeir ekki einungis, hvað þeir græða, heldur líka, hvernig þeir eiga að fara að því að græða, og hvað lítið það kostar, en um það hafa þeir víst aldrei spurt þig og eru því algjörlega ófróðir um það alt saman.« »í*etta getur verið, og mikil er trú þín, Pórður; en hvað ætlið þið að gera með sjóðinn? Ekki þó vænti ég að kaupa fyrir hann söngbækur og harmóníkur eða hvað það nú er kallað þetta, sem þið gargið á, þegar þið eruð að dansa, eins og þeir höfðu gjört í Dalnum.« »Nei,« sagði Pórður og hló við, »en hitt var meining okkar, að kaupa fyrir hann ýms jarðyrkjuverkfæri, sem er nauðsynlegt að hafa, svo sem plóg, herfi og kerru og þesskonar, eftir því sem hann yxi, og lána svo félagsmönnum það endurgjaldslaust, nema taka borgun fyrir skemdir, ef nokkrar yrðu; svo mætti að líkind- um í framtíðinni, þegar sjóðurinn væri orðinn dálítið að mun, veita úr honum styrk til jarðabóta.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.