Eimreiðin - 01.01.1901, Side 35
35
kom hann fram, heilsaði Sigurði með virktum og bað hann að
setja sig inn, en þegar Sigurður kvaðst ekki mega vera að því,
en aðeins ætla að fá að tala við hann nokkur orð í einrúmi, var
sem kæmi ósjálfráður titringur í andlitsvöðva Hafliða, líkt og
kvíðahrolli slægi að honum, hann setti samt á sig gleðisvip og
og sagði:
»Pað er ekki hægt að tala um vandamál úti í þessu veðri,
komdu heldur inn fyrir, það er þó lakur skúti, sem ekki er betri
en úti.«
»Nei, þakka þér fyrir, Hafliði minn; ekki núna, en vænt þætti
mér um, ef þú gætir skroppið með mér eitthvað heim á leið, ég
þarf að spjalla um ýmislegt við þig, en er orðinn heldur naumt
fyrir með tímann, eða hefirðu ekki neina dróg heima við?«
»Jú, hestarnir eru hérna rétt við túnið, svo ég skal fylgja þér
hér út á göturnar,« sagði Hafliði, tók beizli ofan af uglu, sem var
á þilinu og gekk á stað ofan túnið. Innan skamms kom hann
með hrossið, snaraði hnakknum á og skrapp svo inn, að fá utan
yfir sig. Þegar hann kom fram aftur, var hann með flösku og
staup og bauð Sigurði, hvort hann vildi ekki fá sér »einn gráan«,
og þáði hann það fúslega.
Pegar þeir svo voru komnir út fyrir túnið, hóf Sigurður máls:
»Hefirðu nokkuð hugsað þér, Hafliði minn, hvernig eða hve-
nær þú munir geta látið mig fá þetta lítilræði, sem ég á hjá þér?«
Pað var auðséð á Hafliða, að þessi spurning kom ekki flatt
upp á hann, hann hafði lesið hana út úr andlitinu á Sigurði, þegar
þeir heilsuðust á hlaðinu, en þó gat hann ekki að sér gert, að
hálfkippast við, þegar hann nú heyrði hana, og hann andvarpaði
um leið og hann sagði:
»Ég veit nú varla, Sigurður, mér finst það nú meira en lítil-
ræði, 200 krónur, það er engin smáræðis upphæð og ég er efna-
lítill, mér finst meira að segja heldur vera að ganga af mér; en
ég veit að ég þarf að borga þetta ekki síður en aðrar skuldir,«
og varð honum ósjálfrátt að leggja sérstaka áherzlu á orðin þarf
og síður.
»Já, það held ég, það kemur ætíð einhverntíma að skulda-
dögunum, og ekki get ég altaf átt þetta hjá þér, ár frá ári; það
er nú hálft annað ár, síðan þú fékst heyið; ég man nú raunar
ekki gjörla, hvað það var mikið, ég er svo gleyminn, en það mun
hafa verið eitthvað um 50 hesta og það ætluðum við víst á 150
3*