Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Qupperneq 41

Eimreiðin - 01.01.1901, Qupperneq 41
4i en þeim hafði komið saman um að setja ekki fundinn fyr en þeir Hafliði og Sigurður kæmu fram, til þess að allir atkvæðisbærir menn sveitarinnar gætu verið við. Af því að félagið átti mest- megnis að verða búnaðarfélag, var það afráðið, að aðeins bændur skyldu hafa atkvæðisrétt um félagsstofnunina og eins um hinar búnaðarlegu framkvæmdir þess, ef það kæmist á. Peir höfðu komið sér saman um þetta þórður og presturinn og þá var nú svo sem ekki til mikils fyrir aðra að vera að malda í móinn; úr- skurður þeirra beggja í sameiningu var sá dómur, sem ekki varð hrundið, eða svo var alment álitið. I sama bili og stóra átta daga verkið á þilinu í herbergi Sig- urðar sló 2, stóð hann upp af rúminu, sem hann hafði setið á um hríð, og sagði: »Pað er undir þér sjálfum komið, Hafliði, hvort þetta liggur fyrir börnunum þínum, eða ekki. Ef þú gengur að samningnum við mig, þá veiztu það, að þú mátt reiða þig á mig, en ef þú gerir það ekki, þá neyðist ég til að kalla skuldina af þér með rentum og renturentum, og þó ég sé ekki fróður, þá veit ég það, að skuldin er rétt og þú verður að gjalda hana; segðu því fljótt til, af eða á, því nú verðum við að fara fram úr þessu.« Eað var ekkert gleðibragð á Hafliða, þar sem hann sat á kistunni gegnt rúminu og sneri húfunni sinni milli handanna. Hann leit út eins og hann væri orðinn mörgum árum eldri, en síðasta sunnudag. Eað hafði verið hörð barátta, sem hann hafði háð við sjálfan sig. Annars vegar ógnaði skuldagreiðslan, fjárþrotið og sveitin, en hins vegar var hið ginnandi tilboð Sigurðar, að sleppa skuldinni og greiða honum 6 ær eða þeirra virði í þokkabót, ef hann aðeins vildi selja sannfæringuna og berjast með hnúum og hnefum móti félaginu og þegja síðan til fulls um kaupskapinn. Honum fanst það synd af sér, að tala móti sannfæringu sinni og spilla með því fyrir þörfu málefni; honum fanst að hann mundi ekki geta upp á nokkurn mann litið á eftir; en var það þó ekki enn meiri synd, að steypa öllum þeim, sem hann elskaði mest, í eymd og volæði; honum fanst sig hrylla enn þá meira við því. »Hvað segirðu um þetta, Hafliði, ætlarðu að ganga að eða frá?« sagði Sigurður aftur, þar sem hann stóð á gólfinu og horfði lymskulegum rannsóknaraugum á Hafliða. »Ég neyðist til að ganga að því,« sagði Hafliði; *en þú mátt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.