Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Qupperneq 42

Eimreiðin - 01.01.1901, Qupperneq 42
42 ekki vonast til að ég geti talað mikið á móti því, eins og á stendur fyrir mér. Pað get ég ekki.« Um leið og Hafliði sagði þetta stóð hann upp og stundi þungan. »Jæja, þá er alt gott og þú mátt reiða þig á mig, Hafliði minn, og nú skulum við fá okkur hressingu og fara svo fram;« og Sigurður helti á staup handa honum. Hafliði rendi út úr straupinu, þakkaði og svo fóru þeir fram; og er allir stofugestir höfðu heilsað þeim félögum og þakkað Síg- urði góðgjörðirnar, setti fórður fundinn. Hann talaði langt og snjalt, eins og hans var vandi. Fyrst talaði hann um félagsskap alment, hversu hann létti undir með ýmislegt fyrir þeim, sem tækju þátt í honum og hversu illa þeir væru komnir, sem engan félagsskap þektu; fyrir þeim væri lífið sífelt stríð og strit án hluttekningar frá öðrum, allir yrðu að bera sínar byrðar einir, enginn væri til að lyfta byrðunum á þá, þeir yrðu að gjöra það sjálfir, hjálparlaust. Pví næst sneri hann sér að þeirra eigin fyrirhugaða félags- skap, og byrjaði á því að tala um samtök til búnaðarframkvæmda. Hann mintist á búnaðinn. Hann væri erfiður og arðlítill, en gæti orðið betri, hægari og arðsamari, ef menn aðeins vildu sam- eina krafta sína til að velta steininum úr götunni, ef bændur vildu tengjast bræðraböndum og leggja allir samhuga hönd á plóginn. Pá vék hann orðum sínum að bókakaupahugmyndinni. Hann lýsti með hrífandi orðum því andlega myrkri, sem lægi eins og tmara á þjóðinni, ekki sízt íbúum sinnar afskektu sveitar og hversu mikið væri í það varið, ef þeir fengju, þó ekki væri nema ofur- lítinn bjarma, inn til sín; hversu mentunin væri ómissandi fyrir sálarlíf mannsins, alveg það sama fyrir sálina, sem sólarljósið fyrir líkamann. Og að lyktum skoraði hann á sveitunga sína, að hefj- ast nú handa, hrinda búnaði sínum áfram og umfram alt að reyna að mjakast út úr myrkurþoku vanþekkingarinnar út í sólarljós þekkingarinnar, »því í þokunni, í myrkrinu,« sagði hann, »verður alt eintómt ráðleysisfálm, en í dagsbirtunni vita menn hvað menn eru að gera.«. »Satt er það mælskur er Pórður,« sagði einn og hnipti í sessunaut sinn. »P*ótti þér það ekki skrambi gott lapm?« sagði annar, og allir ætluðu nú að fara að skrafa saman. En alt í einu þögnuðu þeir, því síra Sveinn á Hofi stóð upp til að tala. Hann gekk að rauða borðinu, þar sem Þórður hafði staðið og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.