Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Qupperneq 49

Eimreiðin - 01.01.1901, Qupperneq 49
49 unnar jarðabætur gáfu af sér, svo velmegun almennings gerði ekki meira en standa í stað. Hann sá nú um seinan, að hann hafði verið of tilhliðrunarsamur framan af við félagsmenn, og nú gat hann ekki lengur við ráðið. Ut af þessu öllu var hann orðinn mjög gramur, og stundum fanst honum hann kenna sér einhvers meins, sem hann gat ekki gjört sér grein fyrir, hvernig var lagað. En hann huggaði sig stundum við það, ,að nú væru tíma- m ó t; hugsunarhátturinn væri að breytast. Einræningsháttur og smásálarskapur fortíðarinnar lægi nú í fjörbrotunum, en aftur væri að fæðast framgjarnari og frjálslyndari hugsunarháttur. Og þegar hann stóð úti heima hjá sér og sá álengdar rauða kvöldsólar- geislana leika um nýja reisulega barnaskólahúsið í Bæ, þá færðist ofurlítill ánægjusvipur yfir andlit hans, og í huga sínum blessaði hann síra Pál, sem mest og bezt hafði stutt hann í framkvæmd- inni að koma því til leiðar, að það yrði bygt. fað var allra blessaðasta og blíðasta veður um réttirnar. Pórður hafði skroppið fram í Dali úr réttunum, til þess að ráða kennara við skólann, sem átti að byrja um veturnæturnar, og var nú snemma morguns kominn heim á leið aftur. Hann þurfti að hraða sér heim, því seinni part dagsins átti að reka geldféð inn, telja það og merkja, og þá vildi hann vera við. Hann reið því liðugt, þegar hann kom á sléttu melana fyrir framan Gil. En þegar hann ætlaði að halda áfram út fyrir neðan túnið, var kallað heima á hlaðinu: »Hvaða asi er á þér, fórður, ætlarðu ekki að bíða eftir okkur og verða samferða?« Hann leit við og sá tvo menn koma heiman tröðina; annar var unglegur, hár og grannur, hinn lágur og lotinn og hafði hest í togi. það voru þeir síra Páll á Hofi og Hafliði á Gili, sem ætlaði að flytja mötu til sona sinna tveggja, sem nú áttu í haust að róa hjá Gísla á Tanganum; hann var orðlagður fyrir að kenna unglingum sjóinn. Pórður stanzaði hestinn sinn, sem vildi ólmur heim, heim til töðunnar og hrossanna — hugsaði klárinn. Pegar þeir voru komnir til Eórðar og þeir höfðu heilsast, sagði síra Páll: »Pú« — Páll þúaði flesta sína sóknarbændur og lét þá þúa sig — »mátt vera mér þakklátur, Pórður, að ég lofa þér að verða okkur samferða; Hafliði ætlar að segja mér, hvern þátt hann hafi orðið að eiga í bardaganum gegn félaginu þínu, og að hlusta á 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.