Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Síða 50

Eimreiðin - 01.01.1901, Síða 50
5° það, getur orðið betri skemtun, en að láta hestinn þjösnast áfram, það er að segja, ef þú hefir ekki heyrt það áður.« »Nei ég hef ekki heyrt það,« sagði Pórður, sem nú reið í millum þeirra Páls og Hafliða, »og mér þykir gaman að heyra það, ég hef altaf haldið, að hann hafi látið stjórnast af hreinum hvötum og fylgt sannfæringu sinni; ég heyrði reyndar, að hann hefði ekki greitt atkvæði fyr en Sigurður heitinn hefði mint hann á það, en ég veit ekld hverju er að trúa, það er svo margt talað.« Svo tók Hafliði til máls og meðan hestarnir lötruðu samsíða í mollunni og hengdu hausana niður, sagði Hafliði þeim frá öllu saman, hvernig það hefði atvikast, heimilisástæðunum, skulda- kröggunum, kvíðanum fyrir aö verða að þiggja af sveit og loks sálarstríði sínu út af atkvæðagreiðslunni; hann sagðist hafa óskað, að hann yrði líkamlega veikur þann dag, svo hann þyrfti ekki að vera í Bæ, en það vildi ekki lánast; svo faldi hann sig á bak við hina, og ætlaði með því að losast við að greiða atkvæði, en það gat heldur ekki lánast. »0g þegar ég rétti upp höndina,« sagði Hafliði, »og heyrði síra Svein sáluga kalla upp »21«, fanst mér sem ég hefði drýgt stórsynd, og flýtti mér út í kuldann og myrkrið, til að gráta, gráta yfir fátækt minni og vonzku mann- anna. Geturðu nú láð mér Pórður, þó ég hafi síðan ekki viljað vera með í félaginu? mér fanst ég ekki geta verið með, ég var hræddur við að þurfa oftar að greiða atkvæði gegn sannfæringu minni, og það gat ég ekki þolað, það fann ég glögt.« »Pað gerir ekkert til, héðanaf,« sagði Pórður; »félagið komst á og ég vonast til, þegar alt kemur til alls, að það hafi fremur gert gott en ilt; að minsta kosti vonast ég til, að skólinn, ef hann getur haldið áfram, verði blessun fyrir komandi kynslóðir, og hann er þó barn félagsins okkar, það get ég huggað mig við. Að öðru leyti á Jón í Veitu mestar þakkir skilið fyrir félagsstofnunina. því ef hann hefði ekki leyft að byggja fundahús hjá sér og hvatt menn jafnötullega og hann gjörði, og lagt sjálfur til sinn ríflega skerf, veit ég ekki hvernig hefði farið, að minsta kosti hefði það dregist.« »Hægan, hægan, Pórður minn,« greip síra Páll fram í, »vertu ekki að hlaða öllurn heiðrinum á Jón í Veitu; hann sagði mér sjálfur í gær, að það hefði verið Hafliða að þakka, hversu hann styrkti félagið, en hvernig það hefir verið lagað, frá því getur

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.