Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1901, Page 55

Eimreiðin - 01.01.1901, Page 55
55 í hrinlúðrum stormsins við hnjúkana hvein; við himininn særokan ber. Og brimólgan tungunni blaðrar um stein, og bátinn mylur við sýlda hlein, og líkinu skolar á sker. I brekanum volkast bleikur nár við brimsorfið skerja grunn, með flentar nasir og flegnar brár; en froðan smyr yfir blóðlaus sár, og hreytist um hálfopinn munn. * * * En síra Páll reykjandi í sófanum lá með síngirnis formálabók; og úrfellis-bliku í augunum sá, er inntekta-liðunum vangoldnu brá á »réttlætis«-reizlu krók. Hve eldurinn skíðið í ofninum sveið, og yljaði’ hinn goðfróða mann! En hálfskrifuð ræðan á borðinu beið: til barnsins í jötunni dróst hann á leið í anda — en aldrei það fann. Svo sneri hann aftur — en langeygur leit á Lýginnar kræsingagjörð, — því »ær hans og kýr« voru ávalt á beit um allar jarðir í Staðarsveit, og hugurinn hélt um þær vörð. Pó nóttin sé önug, hún nærgætin laut að náinum, stúrin og gljúp; og stormurinn veinandi í steinunum þaut. Við ströndina Unnur í kjöltu sér braut hinn nærskorna náhvílu-hjúp. Og sorgbitinn hamarinn situr hjá ná, unz sólbjarminn fer yfir lönd. Og hrannirnar gugna og hopa þeim ffá; með harmstunum þungum og tárvotri brá þær kjökra við klettótta strönd.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.