Eimreiðin - 01.01.1901, Síða 67
67
bókarinnar né kostnaðarmaður hefðu skaðast á því, að láta frásögnina
vera hér fyllri og yfirgripsmeiri.
Kaflanum um trú .og goðadýrkun (bls. 15) hefði höf. verið
betra að sleppa, úr því honum gat ekki tekist betur við hann en þetta.
Hverju barni er kunnugt um það, sem þar stendur. Höf. gjörir ekki
minstu grein fyrir allri þeirri fegurð, sem felst í hinni fornnorrænu goða-
trú, og honum verður ekki að vegi að benda á eina einustu af þeim
háleitu og djúpu hugmyndum, sem koma fram í goðasögnunum. Ekki
getur hann kent það rúmleysinu einu saman, því hann tilfærir lélegt
ágrip af ferð Þórs í Jötunheima, sem vel hefði mátt missa sig. Það
er ágætt dæmi upp á smekkvísi höf., að hann einmitt skyldi detta
niður á þessa sögu, þar sem úr svo mörgum fögrum sögum er að
velja.
íkaflanum: »Ulfljótur löggjafi og lög hans; alþingi sett á
stofn«- (bls. 22) bryddir þegar í upphafi á ónákvæmni. Af frásögn
höf. er það helzt að ráða, að Úlfljótur hafi verið hvatamaður að því, að
koma á allsherjarlögum fyrir landið, og að hann hafi tekið upp hjá
sjálfum sér að ráðast í það. Fyrir þessu er engin sönnun, og eftir frá-
sögninni í heimildarritunum er eðlilegast að hugsa sér það þannig, að
menn hafi verið búnir að ráða ráðum sínum um þetta og síðan komið
sér saman um að fela Ulfljóti framkvæmdirnar í þessu efni í sama
kafla (bls. 27) stendur: »Lögsögumaðurinu var merkastur embættis-
maður í hinu íslenzka þjóðveldi«. Hann var það, því hann var eini
embættismaðurinn. Hann einn hafði embættisvald sitt frá sjálfri þjóð-
inni, þar sem hann var kosinn af fulltrúum hennar á þingi (lögréttunni).
Goðarnir höfðu ekki sitt vald frá þjóðinni, hvorki frá þjóðfélaginu í
heild sinni né frá nokkrum hluta þess, og voru því ekki embættismenn
þjóðarinnar. Þeir voru héraðshöfðingjar, vald þeirra var upprunalega
sjálftekið og síðan arfgengt Vald lögsögumannsins aftur á móti var
honum í hendur fengið af þjóðinni, og þess vegna gat þjóðin tak-
markað það svo og einskorðað eins og hún gjörði. Utan þings hafði
hann eins og höf. drepur á, ekkert frekar að segja, en hann sem ein-
staklingur gat haft, hvort sem hann var lögsögumaður eða ekki. Menn
skirðust meira að segja við að trúa nokkrum af hinum ríkari höfðingj-
um fyrir lögsögunni, af ótta fyrir því, að þeir mundu vaxa mönnum
yfir höfuð. Þeir hyltust til að velja til þess starfa menn, sem ekki
áttu mikið undir sér og ekki gátu haft nein skaðvænleg áhrif á þjóð-
málefnin.
í kaflanum um goðana (bls. 31) farast höf. þannig orð, að eigi
verður annað séð, en að aðalstarf þeirra hafi verið innifalið i guðsdýrk-
uninni. En svo var eigi á þeim tírria, sem hér er um að ræða. Höf.
tekur það hvergi fram, hvorki í þessum kafla né síðar, er hann minn-
ist á þingskipunina (bls. 39), að þing og dómar stóðu í sambandi við
öll höfuðhof, og að aðalstarf goðans var í því fólgið, að veita þeim for-
stöðu og að annast héraðsstjórnina yfir höfuð. Við blótveizlurnar í hof-
unum voru nátengdir allir lögfundir, einnig dómþingin, og var það haldið
undir umsjón og stjórn goðans. í hofunum var varðveittur hinn helgi
stallahringur, sem var roðinn blóði fórnardýranna og allir lögeiðar unnir
að, og dómsvaldið í sakamálum stóð í hinu nánasta sambandi við hofið
5*