Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 2

Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 2
að máli og fá hjá henni peninga til að byggja brautina fyrir, geri svo vel að rétta upp hendurnar.« Pað vóru allir með því að kjósa nefnd. ^þá vil ég stinga upp á því, að fundurinn kjósi Jón Jónsson á Strympu til að fara þessa ferð,« sagði Árni á Teigi. »Styður nokkur uppástunguna?« spurði forseti. »Drengilega studd af mér,« sagði Grímur Grímsson. Hann var nágranni og vinur Jóns. »Og mér líka,« sagði annar. »það þarf ekld nema einn stuðningsmann,« sagði forseti. »það er stungið upp á því og stutt, að fundurinn kjósi Jón Jónsson á Strympu til að fara til Winnipeg og fá hjá stjórninni peninga til brauttirinnar. feir, sem eru því samþykkir, geri svo vel að greiða atkvæði á sama hátt og áður.« Tillagan var samþykt, en heldur dræmt. »Um leið og ég rís á fætur,« sagði Jón og stóð upp, »svo sem til að þakka fundinum fyrir þann heiður, sem hann sýnir mér með því, að senda mig til stjórnarinnar svo sem annan þjóðfull- trúa, þá vil ég spyrja fundinn, í hvaða stöðu eða formi ég á að fara. Það er kunnugra, en frá þurfi að segja, að þegar menn senda sína beztu og vitrustu menn á fund þeirra, sem völdin hafa, þá senda menn ýmist nefnd eða bænarskrá. Nú fer ég til stjórnar- innar og segi: »Okkur þarna norður frá vantar járnbraut, og ef þið ekki látið okkur fá hana, þá setjum við ykkur á boruna við kosningarnar«. Og ef hún þá segir við mig: »Samkvæmt hvaða heimild talar þú þannig«? íá svara ég því, að góðir bændur í Nýja-íslandi hafi í einu hljóði kosið mig, en ég verð að geta sagt, hvort þeir hafi sent mig sem nefnd eða sem bænarskrá. Kjósi fundurinn mig sem nefnd, þá fer ég sem nefnd, nefnilega, en ann- ars sem bænarskrá.« Og hann settist aftur niður, en fundarmenn vóru seinir til svars, því þeir vissu varla, hvernig þeir áttu að snúa sér í þessu nýja vandamáli. »Við sendum bænarskrá hérna um árið, og hún kom að engum notum,« sagði einn. ■ »Og við höfum sent nefnd, og hafði hún ekki mikið fyrir ómakið,« sagði annar. »Eg vil helzt,« sagði sá þriðji, »að hann fari sem Jón Jóns- son, bóndi á Strympu. Hann mun vita, hvernig hann á að haga orðum sínum við stjórnina, þó hann fari sem Jón Jónsson.«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.