Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 50
210 samverkamenn. Rit hans var einkar-þarft og gagnlegt íslenzkum bænd- um og sjálfum honum til sóma. Búnaðarfélag suðuramtsins tók »Bún- aðarriti» Hermanns mjög vel. Það keypti árlega af ritinu »svo mörg eintök, sem nam alt að 400 kr. og lét félagsmönnum það eftir ókeypis«. Arið 1899 komst Búnaðarfélag íslands á fót, og er nú »Búnaðar- rit« Hermanns orðin eign þess. Framkvæmdarstjórn félagsins heldur ritinu áfram með óbreyttu nafni. Þessi fyrsti árgangur (sem í raun og veru er 14. árgangur) er í 2 heftum. Fyrsta ritgerðin er: »Yfirlit yfir störf búnaðarfélags suðuramtsins« eftir H. Kr. Fribriksson. Ritgerð þessi (sem er skift milli beggja heft- anna) er stutt ágrip af sögu búnaðarfélags suðuramtsins (1837—1899). Höfundurinn var sjálfur forseti félagsins og stýrði málum þess með al- kunnum dugnaði í fjölmörg ár (1868—1899). Hann var þess vegna manna færastur til semja yfirlit þetta, sem hefir mikið sögulegt gildi fyrir búnað íslands á 19. öldinni. Auk þess eru í »Búnaðarritinu« þessar ritgerðir: »Nautgriparæktin í Danmörku« eftir Sigurb Sigur'bsscm. í ritgerð þessari færir höf. fram ástæður fyrir því, að nautgriparæktinni hefir á seinustu árum fleygt áfram í Danmörku. »Pað, sem einkum hefir stutt að framförum nautpeningsræktarinnar og flýtt fyrir þeim, er þetta: 1. Sýningar á nautgripum. 2. Búnaðarfundir. 3. Kynbóta-félög. 4. Skýrslur og töflur yfir arð og tilkostnað nautgripa eða kúpeningsins«. Ritgjörð þessi er góð og þörf bending til íslendinga um það, að þeir geti lært afaimikið af Dönum, að því er nautgriparækt snertir, »Frá Norðurbotnum« eftir Einar Helgason. Grein þessi er stutt lýsing á búnaði og landi í Norðurbotnum. Þannig eru nefnd nyrzstu héruðin í Svíþjóð með fram Helsingjabotni. »Landbúnaðurinn á síðasta þingi« (1899) eftir Þórhall Bjarnar- son. Höf. bendir á, að þingið 1899 hafi verið »langörlátasta þingið við landbúnaðinn«, en samt sé búnaðarstyrkur Dana tiltölulega miklu hærri en íslenzki búnaðarstyrkurinn. Og auk þess er »hjá Dönum alt í bezta blóma undir«. Höf. sýnir fram á, hvernig styrknum er varið: Til búnaðarfélaga, búnaðarskóla, kenslu í mjólkurmeðferð, »gróðrar til- rauna«, rannsókna á byggingarefnum landsins og leiðbeiningar í húsa- gerð o. s. frv. Yfirleitt er styrknum varið mjög vel. En það þarf á miklu fé að halda. »Allir vér, sem elskum landið og viljum græða það, verðum að krefjast margfalt stærri framlaga til landbúnaðarins, vitandi það og játandi, að framfarirnar eru hjóm og hégómi, ef sjálft landið verður eigi ræktað«. Höf. er fullviss um, að landbúnaðurinn á íslandi fái ávalt meiri og meiri styrk hjá. alþingi, meðan þess er þörf. f’að er óskandi og vonandi, að þetta rætist. Ritgerð þessi er vel ritin. Hún ber vott um einlæga ættjarðarást, eins og alt sem höf. ritar. »Helztu ritgerðir í búnaðarritum Hermanns Jónassonar«. Þessi grein er skrá yfir helztu ritgerðir, sem eru prentaðar í »Búnaðarritinu« 1887—1899. Þær eru 46 að tölu. »Um karbólsýrubaðið« eftir H. Kr. Fribriksson. Eins og kunn- ugt er, hefir höf. ritað mjög mikið um fjárkláðalækningar. Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.