Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 23

Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 23
way. Jón sá, að hér vóru öðruvísi byggingar en norður í bæn- um. Húsin vóru strjálli. ekki eins tröllsleg eins og með fram Aðal- strætinu, en öll eða flest ljómandi falleg. Hann var kominn í þann hluta bæjarins, sem heldra fólkið bjó í. Pað leit líka út fyrir, að fólkið hér hefði ekkert að hugsa eða gera, nema að prýða híbýli sín. Grænir grasbalar vóru kringum flest húsin, og þeim aftur skift sundur í aðra smærri reiti, sem vóru alþaktir ótal tegundum indæl- ustu blóma með öllum upphugsanlegum litum. En eitt var þó undarlegast. Víða vóru langar raðir af plöntuðum trjám, furu, álm- við, sykurvið, ösp og fleiri viðartegundum, sem Jón sá daglega heima hjá sér, en kom aldrei til hugar að líta við. Með flest vóru þeir jafnsérvitrir, Winnipegmenn. Að, vera að skreyta heimili sín með trjátegundum, sem spruttu norður í Nýja-íslandi. En ekki var því að neita, að fallegt var að sjá þessar raðir af plöntuðum trjám, og hanti ásetti sér að reyna að planta nokkur furutré fyrir framan gluggana heima hjá sér og vita, hvort hann gæti ekki orðið jafnsnjall þeim í Winnipeg. Og nú sá hann alt í einu tvær feykilegar stórar múrbyggingar standa hvora andspænis annari við strætið. Eegar vagninn kom á hlið við þær, stöðvaðist hann, og fylgdarmenn Jóns stóðu upp ásamt honum og fóru út úr vagninum og stefndu þegar að ann- ari byggingunni. í*að var þinghúsið, og þar eru stjórnarskrifstofur fylkisins. Umhverfis þinghúsið var stór, rennsléttur flötur, og um- hverfis flötinn var óslitin röð af plöntuðum trjám. Jón leit yfir flötinn og gerði í huganum áætlun um, að í meðalgrassprettuári mundi stjórnin fá kýrfóður af töðu, eða máske handa kú og kálfi, ef vel áraði. En ékki var slíkt til að grobba af, því af túnitiu á Strympu fékk hann þó góð tvö kýrfóður af beztu töðu sumarið áður, og þetta sumar bjóst hann við að fá heldur rífara, því tíðin hafði verið góð. En nú vóru þeir kornnir að þinghúsinu og gengu upp að efri dyrum og inn. Þegar inn kom, fóru þeir enn upp á annað loft, þá gegnum löng göng og loks staðnæmdust þeir frammi fyrir skrifstofudyrum. »Bíðið þið nú hér,« sagði leiðtogi hans,« á meðan ég geng inn til að vita, hvort ráðherrarnir vilja veita okkur áheyrn.« Hann hvarf inn um dyrnar og lokaði þeim. Petta var skrif- stofa ráðherra opinberra starfa. Hann sjálfur og annar ráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.