Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 71

Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 71
231 Phillips. H. W. Beecher kom nú með föður sínum 13 ára að aldri til Boston. Fjalladrengurinn yfirgaf hæðirnar sínar og skógana og sá nú í fyrsta sinni hafið og skipin. Sjórinn heillaði hann, dró hann til sín með ósigrandi afli. Mjög féll honum illa að þurfa að vera í skóla. »Skólinn þar var honum þur og vatnslaus Sinai-eyðimörk«. Eftir ráð- um föður síns tók hann að lesa æfisögur sjógarpanna. Honum fanst svo mikið um Nelson, að hann einsetti sér að verða sjómaður. Faðir hans sagði honum, að hann yrði þá fyrst að vera í skóla, svo að hann þyrfti eigi að verða háseti, heldur gæti orðið flotaforingi eins og Nel- son. Þetta ráð dugði. Drengurinn sætti sig við skólalesturinn. Og faðir hans vonaði, að hugur hans mundi með tímanum hverfa frá sjó- menskunni; hann mundi verða prestur, eins og móðir hans hafði beðið á banasænginni. — Hún bað guð að láta alla syni sína verða presta. Bæn hennar var heyrð. 17 ára gamall kom H. W. Beecher í Amherst-latínuskóla (1830). f’ar gekk nám hans ágætlega. Hann var vinsæll í skólanum, kátur og skemtilegur. Þá fóru og að koma í ljós andleg einkenni hans. Skóla- ritgerðir hans á móðurmálinu vóru frábærar að fegurð, fullar af nýjum hugsunum, sem hann hafði eigi úr neinum bókum. Hann var orð- heppinn og málsnjall. í skóla hélt hann fyrstu tölu sína gegn þræla- haldi. Hann var gamansamur. Einu sinni kom einn kennarinn inn í herbergi hans til að finna að einhverju við hann. Kennari þessi var hár maður og mjög fótleggja-langur. H. W. Beecher tók mjög vel á móti gesti sínum. Hann hafði fengið sér mjög lágfættan stól og vísaði gestinum þar til sætis. Kennarinn átti mjög erfitt með að sitja í stóli þessum. Og varð úr þessu hlátur meðal nemenda. Á 2. skólaári sínu festi hann sér Miss Eunice White Bullard (fædd 6. ágúst 1812). Hann var bindindismaður í skóla og flutti bind- indistölur fyrir fé. Fyrir 1. tölu sína fékk hann 5 dollara. Pá keypti hann bók handa stúlkunni sinni. Fyrir næstu tölu fékk hann 10 dollara. Pá keypti hann festarhring handa heitmey sinni. Við og við tókst hann á hendur kenslu í barnaskólum, til þess að geta sjálfur haldið áfram námi sínu. Hann fór og að safna bókum, einkum ritum skálda og mælskumanna. Nýjum prestaskóla var komið á fót um þessar mundir nálægt Cincinnati. Lyman Beecher var fenginn til að stýra skólanum. Þegar H. W. Beecher var orðinn stúdent, þá fór hann að lesa guðfræði við skóla þennan. Faðir hans átti í miklum trúardeilum bæði í Boston og Cincinnati. H. W. Beecher studdi auðvitað málstað föður síns. En trúardeilur þessar vöktu brátt hjá honum óbeit á allrí þráttan um sér- stök trúaratriði, eins og seinna kom í ljós. í trúarlegu tilliti fór hann jafnan einförum. Meðan hann var í prestaskólanum, voraði ( hjarta hans. Efinn, sem hafði haft hald á honum í 2 ár, hvarf og trú hans á guð og frelsarann varð sterk. Maímorgun einn fagran urðu um- skifti þessi í hjarta hans. Guð er honum ástrík móðir, er hryggist yfir syndum hans og gleðst yfir betrun hans. Kristur er honum vinur og bróður. Meðal kennaranna við skólann var Calvin E. Stowe. Hann varð brátt alúðarvinur H. W. Beecher’s og kvæntist seinna Harriet systur hans. Hún gerði nafnið Stowe heimsfrægt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.