Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 16
176
»Hjó,« sagði Jón og saug upp í aðra nösina meira en hálfa
röstina.
»Pab er víst býsna töff leið. Fílarðu ekki illa eftir triþpið
að norðan?«
»Ha!« sagði hann og lét flakka uppi hina nösina þaö, sem
eftir var á handarbakinu.
»Eg spurði, hvernig þú fílaðir eftir trippið.«
»Hvernig ég hvað ?«
»Hvernig þú fílaðir eftir trippið.«
»Trippi,« sagði Jón og skildi nú loksins, hvað þessi náungi
var að segja. »Við komum vatnsveg að norðan. Vegirnir hjá
okkur eru ekki í því lagi, að hægt sé að brúka hross um þetta
leyti ársins. Stjórnin fer sér hægt að því, að gera við vegina, þó
við séum að ámálga það við hana. En nú skal til skarar skríða
á morgun.«
»Nokkuð hefir þó stjórnin gert fyrir ykkur. Er ekki svo?«
«Fjandinn ætli það sé. Peðrað fáeinum mútugjöfum hingað
og þangað, sem alt verður að engu. Við fáum ekki tíunda part-
inn af því, sem við eigum að fá, og höfum aldrei fengið. Við
eigum hjá henni stórfé, og annaðhvort skal hún út með það, eða
við látum hana kenna á því betur.«
»Hvernig víkur því við, að þið eigið hjá henni stórfé?«
»Veiztu það ekki? Hefir hún ekki áttatíu cent í nefskatt af
hverjum Islending? Og hvað fáum við af því? Slík ódæmi, sem
það gerir af peningum á ári, og nú er það búið ab safnast saman
í tuttugu ár. Eað er sem ég segi, það er orðið stórfé, það hefir
alt verið reiknað út norður frá af manni með fimm tölustöfum.
Tökum okkur Ásdísi mína: Eað eru áttatíu cent á ári nefnilega
fyrir mig, og áttatíu cent á ári fyrir Ásdísi. Eað eru liðugir tveir
dollarar á ári, eins og . hveitipokinn kostar. Pað eru nefnilega
áttatíu cent á ári. Er ekki rétt?«
»Pað mun láta nærri. Eg heyri, að þú ert talsvert inn í
pólitík.«
»Ójá, lítið eitt. En kunna þótti ég norður þar að tala um
pólitíkina. Manni lærist það í þessum sífeldu kosningum.«
»það mun alt ganga vel hjá ykkur þar nyrðra,« sagði annar.
»Pið hafið sveitarstjórn, skóla, prest og kirkjur. Er ekki svo?«
»Sveitarstjórn höfum við, og fari hún í snjóhvítan andskotann.
Gerir ekki annað en heimta af okkur skattana, og ekki eru pen-