Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 45

Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 45
205 um það, að Tyrtæos hafi verið sendur frá Aþenuborg til að storka Spartvequm, en hún er með öllu ósennileg. Ef til vill hefir hann verið innfluttur íóni eða Aþeningur, ef til vill borinn og barnfæddur Lakverji; nokkur af kvæðum hans eru ort á mállýzkuíóna, en önnur á mállýzku Dóra. Flestum grískum skáldum vóru báðar mállýzkurnar tamar. Frá ástand- inu í Aþenuborg á undan löggjöf Drakóns mætti segja ljósar, og eins frá löggjöf Drakóns og Sólóns. Enn fremur þyrfti að taka það fram, á hvaða tíma þetta gerist. Við löggjöf Drakóns og Sólons er hvorki nefnd öld eða ár. Þar sem minst er á einvaldsstjórn í grískum borg- um, bls. 42, væri þörf á því að skýra málið betur og meðal annars benda á það, hvernig hún oftast nær studdist við lægri stéttiraar. Bls. 43 er sagt, að Æólar hafi hrokkið frá Pelopsey til Lesbos og Litlu- Asíustranda; hér ætti að geta þess, að víst er, að mjög mikill hluti Æóla þar eystra var kominn frá Norður-Grikklandi, einkum Þessalíu. Bls. 44 er svo lýst nýlenduborgum Grikkja á Sikiley og Ítalíu: »Með því að þjóð sú, er þar var fyrir, var náskyld Grikkjum, var hægt um vik fyrir hana að taka þá í borgaratölu eða bandamanna í borgum sínum«. Þetta er mjög vafasamt. Á Suður-Ítalíu og Sikiley bjuggu margar þjóðir og sumar þeirra mjög fjarskyldar, eða jafnvel óskyldar Grikkjum, og við vitum, að grísku borgirnar áttu í sífeldum stríðum við innlendu þjóðirnar og drotnuðu yfir þeim með harðri hendi, enda vóru sumar þessar nýlendur lítið annað en ræningjabæli, sem kúguðu nágrennið miskunnarlaust. Frásögnin um Persastríðin er einkar-góð; þó kann ég ekki við orðið Laugahlið sem þýðingu á Þermopýlai, þó það í sjálfu sér sé réttara en Laugaskarð, sem nú er komið inn í málið og engin þörf á að útrýma. Bls. 56 er talað um sigurboga í Aþenuborg á dögum Períklesar. Þeir þekktust ekki á Grikklandi fyr en löngu seinna. Bls. 57 hefði þurft að tala nákvæmar um tilraun þá, er Aþenumenn gerðu til að mynda ríkjasamband á Norður-Grikklandi og Þúkídídes segir frá í fyrstu bók sinni. Á sömu bls. er getið friðarins milli Persa og Grikkja. Menn efast nú um, hvort nokkur formlegur friður hafi saminn verið, og talsverðar líkur eru fyrir því, að stríðið hafi smásaman fallið í dá. Lýsingin á Kleóni (bls. 59) er í samræmi við flesta eldri sagnaritara, en nú á dögum hallast menn að hinu, að hann hafi haft marga kosti til að bera sem stjórnmálamaður, þó hann stund- um færi með öfgar. Bls. 61 er talað um Sikileyjarförina, og hefði hér verið þörf á að geta þess, að hugmyndin um útríki á Sikiley er eldri en Alkibíades; Aþeningar vóru hér háðir verzlunarpólitík forfeðra sinna. Bls. 69 er sagt um Grikki þá, er austur fóru með Kýrosi: »Auk þess urðu þeir1 foringjalausir, því að Tissafernes jarl drap þá1 með prettum«. Þetta er hálfstirt; hverja drap Tissafernes? Grikki eða foringjana? Auðvitað sést það á meiningunni, að hann drap foringjana, en það af- sakar ekki ónákvæmni málsins. Á bls 71 er sagt frá upphefð Þebu- manna. Hér þarf að taka það skýrt fram, að það atkvæði í Anlalkídasar- friðnum, að öll grísk rfki skyldu vera sjálfstæð, miðaði beinlínis að því, að leysa Boiótasambandið, og þá um leið rýra vald Þebuborgar, og enn fremur koma í veg fyrir slík ríkjasambönd framvegis, er Spartverjum 1 Einkent af ritdómara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.