Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 38
198
þar stendur. En að þetta sé takmarkið, sem að ofan er greint,
það íinst mér, að allir ættu að geta orðið á eitt sáttir um.
þessar nýju kenningar hafa þó orðið söngkennurum og öðrum
að ágreiningsefni, en svo er um allar nýjungar, sem koma í bága
við eldri skoðanir. Sumir eru svo fastheldnir við það, sem gam-
alt er, að þeir fallast aldrei á nokkra nýbreytni, þó að hún sé
bygð á sólskærum sannleika. Aðrir leggja sleggjudóma á mál,
sem þeir bera ekkert skynbragð á, og dást svo að sinni eigin
skynsemi. En aðrir ganga á hólm við mennina en ekki málefnin
o. s. frv. Hins vegar spillir það og oft fyrir nýjungunum, að tals-
menn þeirra ganga lengra, en hæfilegt er. Og vera má, að hér
hafi það átt nokkurn þátt í ágreiningnum.
Pað er enginn hægðarleikur, að kenna mönnum söng með bók-
legri fræðslu svo, að verulegt gagn sé að. Mér er næst að ætla,
að það sé ekki vinnandi vegur. Sá, sem ætlaði sér að læra söng
án annarrar tilsagnar, mundi þurfa um margt að spyrja, og svo
margt vafasamt mundi hann reka sig á, að hann yrði ráðþrota.
Þar við bætist, að það er erfitt að heyra gallana á sínum eigin
hljóðum, því að gamall og langur óvani sljóvgar tilfinningu og
smekk og gerir það að verkum, að menn taka ef til vill ekkert
eftir því, þó að eitthvað, jafnvel verulegt, sé að. Smekkurinn
fyrir réttri tónsköpun og fögrum hreim eykst við tilsögn góðs
kennara; framan af er hann meira eða minna ófullkominn hjá flest-
um eða öllum. Pannig má vera, að menn syngi flátt eða fram í
nefið eða með kverkunum eða ólíkum hljómblæ á háum og djúp-
um tónum, þó að þeir veiti því sjálfir enga eftirtekt. Pað þarf
ekki mikið að vera til þess, að verra sé en ekki. Petta lagfærir
góður kennari; á annan veg er það ekki hægt.
Eg er þó Holger Wiehe þakklátur fyrir það, að hann hefir
tekið sér fyrir hendur að rita um þetta efni, því að margt segir
hann, sem gæti lcomið mönnum að góðum notum, ef þeir hefðu
vilja á að breyta eftir.
Eg ætla að lokum að leyfa mér að gera stuttar athugasemdir
við.það, sem mér finst athugavert í grein hans og ég hefi rekið
mig á.
Höf. segir á bls. 58: »Röddin (bæði manna og dýra) er
hljóðfæri« og neðst á sömu bls. líkir hann henni við »blástur-
hlj óðfæri«. Petta er hugsunarrangt. Röddin sjálf (hljóðið) er ekki
hljóðfæri. fað, sem myndar röddina (raddfærin), mætti kalla