Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 5
síðustu lög, en í þetta skifti haföi áhuginti fyrir þessari nýju stöðu
borið hærri hlut. Nú rankaði hann fyrst við því, að hann var mat-
þurfi.
»Já, ég þyrfti líka eitthvað að nærast á. Pað er svekkjandi
að sitja á fundum og halda langar ræður um þungskilin málefni.«
»í*ú getur étið graut — hann er þarna í pottinum — og mjólk
er niðri í kjallara, ef þú vilt. — — Það hafa víst verið heyrandi
ræður, sem þú fluttir á fundinum! Pér hefði verið sæmra að sitja
heima og dytta í skörðin, sem uxinn hans Gríms er tvívegis búinn
að brjóta í girðinguna.«
»Grímur er vænn maður,« sagði Jón og stóð sig sem hetja,
»og uxinn hans skal friðhelgur, hvar sem hann finst í minni land-
areign. Hann flutti í dag langa og vel hugsaða ræðu á fundinum,
um að ég væri kosinn sem járnbrautarnefnd til að fara og fá pen-
inga hjá stjórninni í Winnipeg, og nú er ég nefnd og fer sem
nefnd.«
»Kjósa þig fyrir járnbrautarnefnd! Já, guð veri fjandanum
náðugur! I flestu þykir mér þið ætla að fara að rázkast. Eg held
þér og ykkur væri sæmra að hirða betur um konuna og kýrnar,
en þið gerið, þær kynnu þá að gera dálítið betur gagn, en að vera
að rázkast í járnbraut og öðru, sem þið skiljið ekkert í.«
þetta féll Jóni illa að heyra. Honum fanst það ekki eiga við,
að tala þannig um jafnmikilsvert mál. xEað eru nú þín orð, Ás-
dís mín,« sagði hann, »og mér bregður ekki við að heyra slíkt; en
það mun sannast á mér, það sem í’orsteinn heitinn á Yxnabakka
sagði, að enginn er spámaður metinn í sínu föðurlandi. Á neyð-
arinnar tímum kjósa þjóðirnar sína vitrustu og beztu menn til að
reka erindi sín. Var ekki Jón Sigurðsson kosinn til að tala máli
þjóðarinnar við kónginn, líkt eins og ég er nú? Nú hef ég nefni-
lega verið kosinn nefnd, og ég fer og segi við stjórnina: ’Okkur
þarna norður frá vantar járnbraut’, segi ég. ’Við vinnum baki
brotnu.« — —
»Svei attan! þú skyldir þá nenna að færa mér vatn í fötu
eða höggva spýtu í eldinn, nema ég segi þér það. — Ætlarðu
annars að gera við girðinguna, eða á uxinn að éta upp hvert strá
úr túninu?*
Jón gat ekki fengið af sér að fara að gera það. »Nú kalla að
önnur háleitari störf en að gera við girðingar og reka út uxa. Eg á að