Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 66
22 6
sendibréf, sem átti að fara með strandferðaskipinu. Pegar ég
hafði skrifað nokkrar línur, var enn barið. ^Bað ætlar að verða
gestkvæmt hérna í dag,« hugsaði ég með mér og fór til dyra.
t’að var Ásta á Hamri, sem komin var.
»Skilaðu til hans pabba þíns, að ég vilji finna hann «
»]?að er mér ómögulegt. Hann er ekki heima.«
»Hvaða skolli var það. Eg ætlaði að biðja hann að lána
mér hana Bleikálu gömlu á þjóðhátíðina á morgun.«
»Rétt er nú það.«
»Eg ætla þá að fá að finna hana móður þína.«
Móðir mín þorði ekki að lána Bleikálu, en Ásta bað hana
þá að lána sér sjalnál og mórautt silkislipsi, sem hún átti,
til þess að ferðin yrði ekki alveg til ónýtis, og fékk hún hvort-
tveggja.
Eg hélt áfram að skrifa bréfið, en þegar ég var hér um bil
hálfnaður, var barið að dyrum. »Einn af átján,« hugsaði ég, »að
biðja um Bleikálu,« og fór út. Steini á Hóli var kominn með eitt
blað af »ísafold«, en jafnframt með boð frá systur sinni að fá Bleik-
álu á þjóðhátíðina. Hún var ekki föl frekara en áður, og fór
Steini en kvaðst mundu koma aftur seinna um daginn.
Nú leið stundarkorn, og lauk ég við bréfið, en þegar ég var
að skrifa utan á umslagið, buldu bylmingshögg á þilið. »Hvaða
ósköp ganga á?« hugsaði ég og hélt áfram að skrifa utan á, en
þegar ég var rétt að enda við það, var barið aftur og enn þá
gríðarlegara en í fyrra skiftið. Eg stóð upp í hægðum mínum
og lauk upp stofunni, en gesturinn var þá kominn inn að eldhús-
dyrum, og var það Anna á Klöpp. Hún hitti móður mína, og
baf skjótt upp erindi sitt, svo skjótt sem andardráttarfæri hennar
leyfðu það, því hún var fjarskalega móð, og leit út, eins og hún
hefði hlaupið á millum bæjanna í einum spretti. Móðir mín sagð-
ist ekki þora að lána Bleikálu, og svo væri henni alls ekki reitt
sízt fyrir kvenfólk. »Og sei sei jú,« sagði Anna. »Mér er sama,
hvaða trunta það er, bara ef ég kemst á þjóðhátíðina. Pabbi
hefir nú reyndar lofað að fara sjóveg með okkur, en okkur
þykir miklu meira gaman að fara ríðandi, og þá getum við
líka orðið samferða Bakkafólkinu.« »Eg er hrædd um, að þú
gætir ekki orðið neinum samferða, efþú riðir Bleikálu«, sagði móðir
mín. »Ójú! Bað er lafhægt að pipra hana upp,« sagði Anna.
Mér lá við að segja, að það væri að minsta kosti hægt að pipra