Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 13
173
ganginum alla leið gegnum húsið. Og alt af var fólk að koma
og fara, sumir að kaupa og sumir að selja. En bak við marmara-
borðin vóru nokkrir menn, sem helzt virtust afhenda og taka á
móti, allir klæddir í snjóhvít föt frá hvirfli til ilja. Slíka sjón
hafði Jón ekki séð á æfi sinni. Pessi fádæmi af bezta mat á allar
hliðar og þessar hvítklæddu, saklausu verur, sem liðu eins og
englar fram og aftur. Honum fanst, hann hlyti að vera kominn
í himnaríki.
Og af aðdáun yfir öllu þessu gætti hann sín ekki og rak
höfuðið í stórt sauðarkrof, sem hékk á snaga við ganginn. Krofið
hristist, en hékk þó uppi, og einn af þeim hvítklæddu hrópaði:
■»God damn*, sem náttúrlega kom Jóni ekkert við. Hann fór að
aðgæta þenna sauðarskrokk betur. Pað var ætur biti; ekki þurfti
að efast um það. Slík þó líka síða! Vissir tveir þumlungar á
þykt eða meira. Jón var fjárbóndi bæði aö fornu og nýju, en
síðan hann fór frá Islandi, hafði hann ekki séö slíkt krof, að und-
anskildu krofinu af kollótta hrútnum, sem hann skar haustið áður.
Pað var skepna, sem vert er að minnast á. Kominn af höfð-
ingjum langt fram í ættir; Ásdís gat rakið ætt hans í beinan
karllegg upp til þess kollótta, sem Gestur í Haga keypti og fékk
fyrstu verðlaun á sýningu. Hann átti líka ekki amalegt í upp-
vextinum, hrúturinn sá, því Ásdís lét hann ganga í túninu og gaf
honurn mjólk og mat, eins og hann vildi. Hann lifði heiðarlegu
lífi, og sómasamlega skildi hann við heiminn, þegar hann loksins,
gamall og saddur lífdaga, fór héðan til sælli bústaða. Skrokkur-
inn vó hundrað og þrjú pund, og það á danska vog, og mörinn
stóð vel veginn fjórðung, og nýrnamörinn þó ekki talinn með, því
Jón lét hann fylgja skrokknum í kaupbæti, því ekki var því láni
að fagna, að þau hjónin mættu éta hann sjálf. Hann fór í sama
hræsvelginn og allar aðrar vörur þeirra, í kaupstaðinn, fimm cent
pundið móti uppsprengdum vörum, kaffið sex pund á dollar og
tóbakið tíu cent platan, og aðrar nauðsynjavörur eftir því. Svo fór
Jón að hugsa um, hve mikið kaupmaðurinn mundi hafa grætt á
hrútnum. Talsvert hlaut það að hafa verið, því það var ekki ein-
leikið, hve mikill uppgangur var á verzlan hans í seinni tíð.
En þessar hugleiðingar hans fengu skjótan enda við að sjá
félaga sinn ganga inn í markaðinn. Pegar hann kom auga á Jón,
gekk hann raldeiðis til hans.