Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 34
194
frekt í sakir, sem ekkert vilja að sungið sé heima á útlendum
tungum. — Annaðhvort er, að Islendingar eiga þá að fara með
öllu á mis við flest það, sem til er bezt af söngljóðum í heimin-
um, eða að skáldin verða að gera söngtextunum betri skil, en þau
hafa gert hingað til. Ekkert þeirra hefir lagt nokkra rækt við
þá, svo að teljandi sé, nema Steingrímur Thorsteinsson. En eitt
vil ég benda á hér, sem mér finst öll þörf á að ieiða athygli
manna að: Pað er til fjöldi af íslenzkum lögum, sem aldrei eru
sungin. Pað eru gefin út sönghefti á Islandi tugum saman, og þó
ber ekki viö, að nokkurt íslenzkt þjóðlag komist þar »á hornið«.
Jafnfögur söngljóð eins og t. d. »Ólafur reið með björgum fram«,
»Svíalín og hrafninn«, »Bára blá« o. fl. eru hvergi til raddsett
fyrir 4 raddir. Petta eru þó -lög, sem hver þjóð mundi halda á
lofti og telja sóma að eiga. Á íslandi verður mönnum aldrei að
vegi að hafa þau yfir, nema ef vera kynni í samsætum meira og
minna bjöguð og raddsett, eins og andinn blæs söngmönnunum í
brjóst í það og það skiftið.
Islendingar eru raddmenn, en það er ekki nóg, þó að röddin sé
í góðu lagi. Röd din er verkfæri í hendi söngmannsins, sem
er önýtt út af fyrir sig, ef illa er á haldið. Og að íslend-
ingar fari illa með hljóð sín alment, því verður ekki neitað. Eað
er þó fjarri því, að þeir séu ósöngnæmari en aðrir menn; en söng-
urinn er list, og það er með hann eins og aðrar listir, menn læra
hann ekki fyrirhafnarlaust og af sjálfsdáðum. Pað er misskilningur,
er menn ætla, að sumir séu söngmenn frá fæðingu, en öðrum
varnað þess að ná nokkrum réttum tón. Mér er nær að hyggja,
að hvorttveggja sé jafnvitlaust. Eeir, sem ekki eru öðru vanir,
hafa gaman af að heyra viðvaninga syngja, en þeim, sem öðru
venjast og annað betra þekkja, er það til lítillar ánægju. Og að
því er hitt snertir, þá er svo sem auðvitað, að menn hafa misgóð
hljóð að upplagi, en það er enginn maður svo raddlaus til, að
hann gæti ekkert sungið, ef ekki vantaði kunnáttu og æfingu.
I formálanum fyrir »Messusaungs og Sálma Bók«, sem prentuð
var í Leirárgörðum 1801, kemst Magnús Stephensen þannig
að orði: »Pad er ljótt bædi ad heyra og sjá, þegar saungvarar
kúga upp skræki á stangli med uppblásnum ædum á hofdi og
0llu andliti af ofraun —; en svo sem þetta er oft um of, svo er
þad allt eins um van, þegar saungurinn verdur ad ólundar rauli
í lægstu nótum«. Hann lítur svo á, að menn hafi engan heimil