Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 51
211
heldur því fram í smágrein þessari, að karbólsýrubaðið sé »áreiðanleg-
asta, handhægasta og ódýrasta« baðið gegn fjárkláða.
»Um búnaðarskóla í Noregi« eftir Sigurð Sigurbsson frá Lang-
holti. Ritgerð þessi er fróðlegt yfirlit yfir sögu og störf búnaðarskól-
anna í Noregi. Hún er í 5 köflum: 1. Upphaf búnaðarskólanna. 2. Bún-
aðarháskólinn. 3. Fyrirkomulag skólanna, eins og það er nú. 4. Vænt-
anlegar breytingar á þeim, 5. Aðrir skólar, er stunda annað nám í
sambandi við landbúnaðinn. Höf. gerir grein fyrir tilgangi ritgerðar sinnar,
með þessum orðum: »Það er enginn efi á því, að vér getum lært
mikið af Norðmönnum, bæði að því er snertir búnaðarskólana og fyrir-
komulag þeirra, og margt annað fleira um búnaðinn. Ættum vér þvi
að færa oss reynslu þeirra í nyt, að svo miklu leyti, sem ástæður vorar
leyfa og hér á við«. Þetta er sannmæli. Það er vonandi, að ritgerðin
stuðli að því, að þessum tilgangi verði náð.
»Um gaddavírsgirðingar« eftir Vilhj. Briem. í smágrein þessari
færir höf. fiull rök fyrir því, að gaddavírsgirðing sé bezt til að veija tún
(og engjar) fyrir ágangi skepna. Kostir girðingarinnar eru: »Hún er
ódýr í byrjun, þarf sáralítið viðhald og veitir örugga vörn«.
»Leiðarvísir um meðferð mjólkur« eftir Hans Gronfeldt Jepsen.
Ritgerð þessi er alllöng (86 bls.) og í alla staði einkar-þörf. Hún er
ágætur leiðarvísir um meðferð mjólkurkúa, meðferð mjólkur, smjörverkun,
ostagerð o. s. frv. (Hún er og prentuð sér og kostar 50 aura). Hver einasti
landbóndi á íslandi ætti að kaupa hana og færa sér orð höf. rækilega í nyt.
Vegna hvers ? Vegna þess, að hún flytur reynslu þeirrar þjóðar, sem
líklega stendur öllum þjóðum framar, að því er meðferð mjólkur og
smjörgerð snertir. í því efni geta íslendingar eigi fengið neina betri
kennendur en Dani. Það yrði stórmikill hagur fyrir ísland, ef »smjör-
gerðin íslenzka yrði dóttir dönsku smjörgerðarinnar«. Þá yrði íslenzkt
smjör ágætur kaupvarningur.
Að síðustu er ög í »Búnaðarritinu« skrá yfir bæklinga og helztu
ritgerðir, »er snerta búnað og atvinnumál« og prentaðar vóru 1899 (auk
þeirra ritgerða, er birtust í »Búnaðarritinu« og landbúnaðarblaðinu
»Plógi« 1899).
Aðalefnið í þessum árgangi »Búnaðarritsins« bendir íslendingum
á það, að þeir þurfa margt að læra af ættfrændum sínum á Norður-
löndum (Dönum, Norðmönnum og Svíum). Þeir eru okkur fremri í
öllum búnaði, eins og eðlilegt er. En þeir eru og íslendingum fremri
að ættjarðarást og trú á framtíð föðurlanda sinna. í þvi efni ættu og
íslendingar að taka ættfrændur sína á Norðurlöndum sér til fyrir-
myndar.
Búnaðarfélagið hefir stórt hlutverk fyrir höndum: Að efla land-
búnað á íslandi. Þar er mikið að vinna og mikið líka í aðra hönd.
ísland er enn þá lítt ræktað land. En þegar það er orðið vel ræktað,
þá geta »að minsta kosti tífalt fleiri lifað í landinu, en nú eru þar —
og lifað þó miklu betra lífi en nú« (»Eimreiðin« 1900 bls. 203). Allir
íslendingar, sem unna ættlandi sínu, ættu að styrkja Búnaðarfélagið á
allan hátt, svo það geti komið sem mestu til leiðar í þarfir Islands.
Prentun og allur frágangur á »Búnaðarritinu« er í mjög góðu lagi.
H. P.
I4!