Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 51

Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 51
211 heldur því fram í smágrein þessari, að karbólsýrubaðið sé »áreiðanleg- asta, handhægasta og ódýrasta« baðið gegn fjárkláða. »Um búnaðarskóla í Noregi« eftir Sigurð Sigurbsson frá Lang- holti. Ritgerð þessi er fróðlegt yfirlit yfir sögu og störf búnaðarskól- anna í Noregi. Hún er í 5 köflum: 1. Upphaf búnaðarskólanna. 2. Bún- aðarháskólinn. 3. Fyrirkomulag skólanna, eins og það er nú. 4. Vænt- anlegar breytingar á þeim, 5. Aðrir skólar, er stunda annað nám í sambandi við landbúnaðinn. Höf. gerir grein fyrir tilgangi ritgerðar sinnar, með þessum orðum: »Það er enginn efi á því, að vér getum lært mikið af Norðmönnum, bæði að því er snertir búnaðarskólana og fyrir- komulag þeirra, og margt annað fleira um búnaðinn. Ættum vér þvi að færa oss reynslu þeirra í nyt, að svo miklu leyti, sem ástæður vorar leyfa og hér á við«. Þetta er sannmæli. Það er vonandi, að ritgerðin stuðli að því, að þessum tilgangi verði náð. »Um gaddavírsgirðingar« eftir Vilhj. Briem. í smágrein þessari færir höf. fiull rök fyrir því, að gaddavírsgirðing sé bezt til að veija tún (og engjar) fyrir ágangi skepna. Kostir girðingarinnar eru: »Hún er ódýr í byrjun, þarf sáralítið viðhald og veitir örugga vörn«. »Leiðarvísir um meðferð mjólkur« eftir Hans Gronfeldt Jepsen. Ritgerð þessi er alllöng (86 bls.) og í alla staði einkar-þörf. Hún er ágætur leiðarvísir um meðferð mjólkurkúa, meðferð mjólkur, smjörverkun, ostagerð o. s. frv. (Hún er og prentuð sér og kostar 50 aura). Hver einasti landbóndi á íslandi ætti að kaupa hana og færa sér orð höf. rækilega í nyt. Vegna hvers ? Vegna þess, að hún flytur reynslu þeirrar þjóðar, sem líklega stendur öllum þjóðum framar, að því er meðferð mjólkur og smjörgerð snertir. í því efni geta íslendingar eigi fengið neina betri kennendur en Dani. Það yrði stórmikill hagur fyrir ísland, ef »smjör- gerðin íslenzka yrði dóttir dönsku smjörgerðarinnar«. Þá yrði íslenzkt smjör ágætur kaupvarningur. Að síðustu er ög í »Búnaðarritinu« skrá yfir bæklinga og helztu ritgerðir, »er snerta búnað og atvinnumál« og prentaðar vóru 1899 (auk þeirra ritgerða, er birtust í »Búnaðarritinu« og landbúnaðarblaðinu »Plógi« 1899). Aðalefnið í þessum árgangi »Búnaðarritsins« bendir íslendingum á það, að þeir þurfa margt að læra af ættfrændum sínum á Norður- löndum (Dönum, Norðmönnum og Svíum). Þeir eru okkur fremri í öllum búnaði, eins og eðlilegt er. En þeir eru og íslendingum fremri að ættjarðarást og trú á framtíð föðurlanda sinna. í þvi efni ættu og íslendingar að taka ættfrændur sína á Norðurlöndum sér til fyrir- myndar. Búnaðarfélagið hefir stórt hlutverk fyrir höndum: Að efla land- búnað á íslandi. Þar er mikið að vinna og mikið líka í aðra hönd. ísland er enn þá lítt ræktað land. En þegar það er orðið vel ræktað, þá geta »að minsta kosti tífalt fleiri lifað í landinu, en nú eru þar — og lifað þó miklu betra lífi en nú« (»Eimreiðin« 1900 bls. 203). Allir íslendingar, sem unna ættlandi sínu, ættu að styrkja Búnaðarfélagið á allan hátt, svo það geti komið sem mestu til leiðar í þarfir Islands. Prentun og allur frágangur á »Búnaðarritinu« er í mjög góðu lagi. H. P. I4!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.