Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 73

Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 73
233 myndast í Brooklyn. Hann komst á fót 13. júní 1847 og tók sér nafnið Plymouth Church. Safnaðarmenn vóru aðeins 21 að tölu. Beecher vildi auðvitað »eigi byggja ofan á annarlegan grundvöll«. Sakir þess tók hann kölluninni frá söfnuðinum í Brooklyn. Eigi spáðu menn góðu fyrir Beecher. Jafnvel faðir hans réð hon- um frá því að fara til Brooklyn. Menn héldu, að honum væri of vaxið að keppa við prestana í Brooklyn og New York. Auk þess væri hann móti þrælahaldi. Það hlyti að afla honum óvinsælda. Beecher var reyndur í guðfræði, áður en hann tók við embætti, eins og venja var til. Svör hans vóru nokkuð einkennileg. Meðal annars var hann spurður að því, hvort endurfæddir, trúaðir menn gætu »fallið aftur úr náðarstöðunni.« Hann svaraði: »Mér var kennt, að það gæti eigi orðið, og ég trúði því, þangað til ég sá, hvernig kristnir menn héðan úr austurríkjunum breyta, þegar þeir koma vestur. Síðan hefi ég verið dálítið efablandinn i þessu efni.« 11. október 1847 prédikaði Beecher í fyrsta sinni fyrir söfnuði sínum í Brooklyn. Menn réðu honum að fara gætilega. Hann mætti ekki hreyfa við þrælahaldinu. Beecher fór auðvitað ekki að ráðum þeirra. Við fyrstu prédikun sína lýsti hann yfir því, að hann ætlaði sér að prédika gegn syndum þjóðarinnar, hverju nafni sem þær nefnd- ust. Hann ætlaði sér ekki að hlífa þrælahaldinu. Afarmikil aðsókn varð að kirkju hans. Menn og konur streymdu inn í söfnuðinn hópum saman. Kirkja safnaðarins brann 1849. Þá var reist ný kirkja. Hún tók yfir 3000 manns. Hér um bil jafnmargir urðu í söfnuðu hjá hon- um. Auk þess taldi fjöldi manna (um 12,000) kirkju Beecher’s »and- legt heimili sitt«, þótt þeir væru eigi ritaðir í söfnuðinn. í sambandi við kirkjuna vóru 3 sunnudagsskólar. 3000 börn vóru í skólum þess- um, þegar flest var. Þegar austur til Brooklyn var komið, fór konu Beecher’s að batna heilsan. Hún varð allhraust heilsu og lifði mann sinn. Árið 1849 var Beecher sjálfur veikur alllangan tíma. Sakir þess gaf söfnuðurinn honum hvíldarleyfi. Hann fór þá (1850) til Norðurálfunnar sér til heilsubótar og var þar nokkra mánuði. Seinna tók og söfnuðurinn annan prest (séra S. B. Halliday), til þess að létta undir með honum. Árið 1851 lagði Lyman Beecher niður embætti sitt í Cincinnati, fór til sonar síns í Brooklyn og var hjá honum til dauðadags (1863). Henry Ward Beecher var prestur þessa safnaðar (Plymouth Church), þangað til hann dó 8. marz 1887. Hafsteinn Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.