Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 46

Eimreiðin - 01.09.1901, Blaðsíða 46
206 stæði geigur af. Bls. 74 hefði verið full ástæða til að lýsa falanx Makedóna, sem lesendur alment ekki þekkja, þó á nafn sé nefnt. Bls. 84 er það tekið fram sem einkenni Grikkja yfirleitt, að hjá þeim hafi verið fijálsleg lýðstjórn. Svo var þar víða, en langt frá því al- staðar, og þar sem sú »frjálslega lýðstjórn« var, var hún bygð á þræla- haldi, niðurlægingu og kúgun þeirra, er máttu sín minna, en hinir frjálsu lýðstjórnendur sjálfir. Á sömu bls. stendur: »Millistigið milli söguljóða (epos) og söngljóða eða hörpuljóða (lýrík) var hin svonefnda elegía«; með þessu er þvi þá haldið fram, að söguljóð séu eldri en söngljóð. En sannleikurinn er sá, að söngljóðin eru eldri; þannig er t. d. fullsannað, að á undan kvæðum Hómers hefir gengið mikill söngljóðaskáldskapur, kappakvæði, bænir, danskvæði o. fl., sem svo Hómerskvæðin að miklu leyti byggja á. Beint áframhald þessa skáldskapar síðar meir eru söng- ljóð Æóla. Meðal skáldanna, sem nefnd eru bls 85, má ómögulega gleymast Símonídes frá Keos. Þar sem talað er um leikment Grikkja, þyrfti líka að segja eitthvað um uppruna hennar og enn fremur drepa á þau aðaleinkenni hennar, er greina hana frá leikment nútímans. Lýsingin á skáldinu Euripídesi er varla rétt; hann er að mörgu leyti líkari Æschýlosi en Sófoklesi, og stendur framar þeim báðum, hvað sumt snertir. Æschýlos mun vera háfleygastur, Sófokles mestur lista- maður, en Euripídes sá, er bezt kann að hrifa oftast nær. Að því er snertir gleðileikina, þarf að lýsa þeim nákvæmar og sýna, hve ólíkir þeir vóru öllu því, er við nú köllum því nafni. Annars er Aristófanesi vel. lýst. Á bls. 91 er farið nokkuð lauslega yfir kýrenæiska skólann; það þarf enn fremur að taka vel fram sambandið milli þess skóla og Epíkúrs, sem síðar hefir svo afarmikla þýðingu. Annars er ein aðal- aðfinning, sem má gjöra við þennan kafla bókarinnar um vísindi, skáldskap og listir Grikkja, en hún er sú, að víða er sagt frá á svo skrúðmiklu máli, að vafi mun á,. hvort alþýða manna getur fylgst með. Bls. toó er talað um bókmentir Grikkja á Alexandríutímanum og sagt, að þá hafi engin stórskáld verið meðal þeirra. En rétt áður er búið að nefna Í’eókrítos, og við vitum, að aldrei hefir gleðileikaskáldskapur þeirra komist á hærra stig en einmitt þá, þegar Menandros lifði og varð, ef svo má kalla, faðir gleðileika nútímans. Elegíuskáldið Kallimachos, sem þá var uppi, töldu bæði Grikkir og Rómverjar með stórskáldum. Bls. 109 er talað um Messíasarspádómana svokölluðu hjá Vergilíus; málfræðingar á vorum dögum munu þó ekki vilja viðurkenna, að þar sé átt við Krist. Annars getur það hraparlega misskilist, sem stendur neðarlega á sömu bls., að »þúsundir andlega volaðra manna« hafi viðurkent Krist sem frelsara sinn. Svo tvíræð orð ætti að varast. Bls. 117 er vafasöm útlegging að kalla circus maximus skylmingavöll, því sjaldan var skylmst þar, heldur á forum á þeim tímum, en síðar í hringleikhúsunum (amphiteatrum); en vel hefði mátt halda orðinu paðreimur yfir circus maximus, því »hippodromos« í Miklagarði, sem það orð er dregið af, var ekki annað en eftirmynd af Circus maximus í Róm. Bls. 121 er sagt frá löggjöf Decemvíranna í Róm. Hér er frásögnin því miður bygð of mjög á gömlum kenningum. Nú á dögum eru flestir ásáttir um það, að hér hafi verið til meira ætlast, en að Decemvírar hefðu löggjöfina eina á hendi. Ríkið var sem sé orðið of stórt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.